Döðluplóma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Döðluplómur á tré í Japan.

Döðluplóma eða persimónía er ætur ávöxtur persimóníutrjáa. Orðið persimmon á rætur sínar að rekja til Cree-indíánanna í Norður-Ameríku og þýðir „þurrkaður ávöxtur“. Persimóníutré vaxa víða og eru döðluplómur yfirleitt gull til dökkrauðar á litinn og á bilinu 1,5-9 cm í þvermál. Döðluplómur innihalda töluvert af þrúgusykri, prótíni og nýtast í efna- og læknisfræðilegum tilgangi.