Mettuð fita
Útlit
Mettuð fita er þríglýseríð sem inniheldur eingöngu mettaðar fítusýrur. Það eru fitusýrur með engum tvítengjum. Hvert kolefnisatóm er tengt fjórum öðrum atómum og bindistaðir þess mattaðir. Mettuð fita er aðallega í afurðum landdýra. Matvæli með hátt hlutfall mettaðrar fitu eru meðal annars rjómi, ostur, smjör, tólg, mör, svínafeiti og feitt kjöt.