Fara í innihald

Líkamsrækt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Líkamsrækt er líkamleg hreyfing af ýmsum toga sem miðar meðal annars að því af styrkja líkamann, byggja upp þol, halda heilsu og hreysti og byggir á ýmissi virkni, margvíslegum æfingum og íþróttum.

Hreyfing er almennt skilgreind sem hvers konar vinna beinagrindarvöðva sem eykur orkunotkun umfram það sem gerist í hvíld.

Hreyfingu má einnig skilgreina út frá fjórum meginþáttum: ákefð (hve erfitt), tíma (hve lengi), tíðni (hve oft), tegund (hvers konar hreyfing).

Mælt er með því að fullorðnir stundi miðlungserfiða hreyfingu daglega og börn miðlungserfiða og erfiða hreyfingu daglega. Fullorðnir ættu að stunda erfiða hreyfingu að minnsta kosti 2 sinnum í viku og í 20-30 mínútur hvert sinn.

Hreyfing minnkar líkurnar á flestum langvinnum sjúkdómum og lífsstílssjúkdómum. Þar má nefna hjartasjúkdóma, Ofþyngd og offitu, sykursýki af tegund 2 og þunglyndi. Einnig er minni líkur á að fá heilablóðfall, ristilkrabbamein, og brjóstakrabbamein. Jákvæð áhrif verða á stoðkerfi og andlega líðan.[1]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Hreyfitorg

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ráðleggingar um hreyfingu Geymt 8 febrúar 2016 í Wayback Machine Landlæknisembættið. Skoðað 7. febrúar 2016.