E-vítamín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vítamín E í forminu alfa-tokoferol

E-vítamín er vítamín og andoxunarefni sem verndar örvar ónæmiskerfið og verndar frumur frá skaðlegum efnum frá efnaskiptum. Það er í formi tókóferóls og tókótríenóls. Virkasta gerðin er a-tókóferól.

E-vítamín er fituleysanlegt, þannig að líkaminn getur hlaðið upp birgðir af því og mikið er af því í feitum mat svo sem í plöntuolíu, margaríni, hnetum, eggjum og fiski. Einnig finnst það í grænmeti og korni. Skortur veldur vöðvaþreytu, og vægum einkennum í miðtaugakerfi þá helst á jafnvægisskyni og sjón. Ráðlagður dagsskammtur er um 8 mg fyrir konur og 9 mg fyrir karla.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]