Fjölsykra
Fjölsykra eða flókin kolvetni er sykra gerð úr tíu eða fleiri einingum, oftast mörg hundruðum eða þúsundum. Fjölsykrur eru oft bragðlitlar og leysast illa í vatni. Sykrur myndast við ljóstillífun og plöntur geyma næringarforða sem fjölsykruna mjölva sem er gerð úr mörg þúsund glúkósaeiningum. Beðmi er einnig fjölsykra úr mörgum glúkósaeiningum. Lítið er um sykrur í dýraafurðum. Helsta dýrasykran er glýkógen sem er fjölsykra úr glúkósa og finnst í lifur og vöðvum. Kítín er fjölsykra sem að er að finna í stoðgrind margra skordýra, áttfætlna og frumuveggjum sveppa.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- „Hvað eru sykrur?“ á Vísindavefnum