Kólesteról
Jump to navigation
Jump to search
Kólesteról er fituefni í líkamanum. Efnið tilheyrir flokkinum sterólum (umbreyttra stera). Lifrin framleiðir það kólesteról sem þarf fyrir starfsemi líkamans en kólesteról kemur einnig beint úr fæðu. Hátt kólesteról í blóði er talið áhættuvaldur í hjarta- og æðasjúkdómum. Talið er að neysla á mettaðri fitu hækki magn kólesteróls í blóði.