Mataræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mataræði er allur sá matur sem lífvera neytir. Orðið er einkum notað í tengslum við þær venjubundnu ákvarðanir sem fólk tekur um hvað það borðar. Þótt menn séu alætur þá hafa matarhefðir, trúarbrögð og siðferði mikil áhrif á mataræði fólks. Það mataræði sem fólk kýs sér getur verið hollt eða óhollt út frá því sjónarmiði að einstaklingurinn fái næga næringu; bætiefni, steinefni og eldsneyti, í formi matar. Mataræði er talið hafa umtalsverð áhrif á breytileika langlífi og tíðni vissra sjúkdóma milli ólíkra samfélaga.

Hefðbundið mataræði[breyta | breyta frumkóða]

Hefðbundið mataræði byggist yfirleitt á staðbundinni matvælaframleiðslu, t.d. sjávarfang við sjávarsíðuna og landbúnaðarafurðir til sveita. Í sumum tilvikum eru þær tegundir jurta og dýra sem voru uppistaðan í staðbundnum mat, ekki lengur til þar sem afkastameiri tegundir hafa tekið yfir markaði. Samtök eins og t.d. Slow Food-hreyfingin reyna að vinna gegn þessari þróun og endurheimta eða varðveita staðbundnar tegundir sem eru uppistaðan í hefðbundnu mataræði.

Einstaklingsbundið mataræði[breyta | breyta frumkóða]

Margt fólk takmarkar þann mat sem það borðar af ýmsum ástæðum, svo sem vegna heilsufars, siðferðis, umhverfisáhrifa og annarra þátta sem mataræði hefur áhrif á. Á Vesturlöndum er algengt að fólk taki ákvörðun um að forðast dýraafurðir í einhverjum mæli (sbr. grænmetisfæði, ávaxtafæði o.s.frv.) eða jafnvel halda sig frá tilteknum matreiðsluaðferðum (sbr. hráfæði). Megrunarfæði er sérstakt mataræði sem er hugsað sem liður í þyngdarstjórnun, venjulega í tengslum við aukna hreyfingu.

Tegundir mataræðis[breyta | breyta frumkóða]

Matartegundir Kjötæta Alæta Veganismi Grænmetisæta Halal Kosher Veiðimenn og
safnarar
Grænmeti Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg
Alifuglar Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg
Fiskar (með flögur) Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg
Sjávarréttir (ekki fiskar) Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg
Nautakjöt Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg
Svínakjöt Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg
Mjólkurafurðir Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg Green pog.svg

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Erlendir