Skorpulifur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skorpulifur (lat. cirrhosis, dregið af gríska orðinu κιρρος, kirrhos „gulbrúnn“) felur í sér að lifrarvef er skipt út fyrir óvirkan örvef. Þrátt fyrir að nokkrir þættir geti valdið skorpulifur er algengasta ástæða þess ofneysla áfengis. Einkennin fela, eins og í lifrarbólgu, m.a. í sér ógleði og uppköst, minni matarlyst og gulusótt, en auk þess blæðingar, þyngdartap og aukna næmi fyrir lyfjum. Þar sem ekki er hægt að skipta út örvef þá beinist meðferð aðallega að því að hefta framrás sjúkdómsins.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.