Fara í innihald

Niðurgangur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Niðurgangur (stundum kallað ræpa) er þunnar og vatnskenndar hægðir. Niðurgangur er ósjaldan af völdum veiru- eða bakteríusýkinga, en getur einnig verið merki um ofnæmi, vannæringu eða bara tilfallandi eins og t.d. að áfengi dragi til sín vatn úr líkamanum sem veldur niðurgangi.

Alvarlegur bráðaniðurgangur er algeng dánarorsök í þróunarlöndum og veldur stórfelldum ungbarnadauða á heimsvísu.

Niðurgangur á íslensku

[breyta | breyta frumkóða]

Til eru fjölmörg orð og orðasambönd sem höfð hafa verið um niðurgang á íslensku. Mætti þar t.d. nefna: ræpa, áhlaup, bakruni, búkhlaup, drulla, hlessa, hlessingur, innanskömm, innantökur, innyflakvíði, lífsýki, lækjarkata eða lækjarkatrín, puðra, pula, skepa, skita, skotra, skurra, steinsmuga, útsótt, þotur, þunnlífi og þúfnalúra.

Þotur er einnig haft um vindgang. Einnig er talað um að fá búkhlaup, kyssa hann Indriða, fá Katrínu frá Langalæk í heimsókn og allt haft í merkingunni að fá niðurgang. Sögnin að skurra er einnig höfð um lekandi hægðir.

Þúfnalúra er samkvæmt orðabók samheiti niðurgangs en fræðimenn hafa deilt um það og segja að þúfnalúran sé lausari í sér og þynnri.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.