D-vítamín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kólókalsíferól sameindauppbygging. D-3.

D-vítamín er hópur fituleysanlegra vítamína sem þjóna aðallega þeim tilgangi að auka upptöku kalks, magnesíum og fosfats í líkamanum. Þau eru sérstaklega mikilvæg fyrir beinvöxt.

Mikilvægasta gerð D-vítamíns er D-3 (fræðiheiti: cholocalciferol) og D-2 (fræðiheiti: ergocalciferol). Vítamínið berst með blóði til lifrar þar sem það breytist í kalsifedíól og ennfremur í kalsitríól sem er virka formið af vítamíninu og er í raun eins og hormón. Það berst til marklíffæra; þarma, nýru og beina.

Fáar fæðutegundir innihalda D-vítamín: Aðallega fiskiolíur, ákveðnar fiskitegundir, eggjarauða, lifur og sveppir. D-vítamíni er bætt í ýmsa fæðu; morgunkorn og mjólkurvörur. Unnt er að mynda D-3 úr sólarljósi undir húðinni. Af þessari ástæðu er stundum litið á D-vítamín sem hormón frekar en vítamín sem þarf að taka í gegnum fæðu. Íbúar á norðlægum slóðum þar sem dagsljós er af skornum skammti hluta árs er ráðlagt að taka vítamínið aukalega.

Beinkröm er sjúkdómur sem verður fyrir tilstilli D-vítamín skorts. Beinin verða þá lin og aflöguð. D-vítamín eitrun er sjaldgæf og tengist hún þá ofneyslu fæðubótarefna sem innihalda vítamínin.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Vitamin D“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. feb. 2018.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]