Fara í innihald

Þríglýseríð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þríglýseríð

Þríglýseríð eða þríglyseríð er glýeseríð sem hefur þann eiginleika að glyserólið í því hefur verið estrað með þremur fitusýrum, m.ö.o. það er samsett úr einni glyserólsameind og þremur fitusýrum. Fitufrumur eru að mestu fylltar af þríglýseríð.

Þríglýseríð er alltaf úr glýseról og þremur fítusýrum. Glýseról hlutinn er alltaf eins, en fitusýruhlutinn getur verið mismunandi á tvo vegu, hvað varðar lengd kolefniskeðjunnar og fjölda svokallaðra tvítengja. Mettuð fita er þríglýseríð sem inniheldur eingöngu mettaðar fítusýrur. Það eru fitusýrur með engum tvítengjum. Hvert kolefnisatóm er tengt fjórum öðrum atómum og bindistaðir þess mettaðir. Mettuð fita er aðallega í afurðum landdýra. Ómettuð fita er þríglyseríð sem inniheldur fitusýrur sem hafa eitt eða fleiri tvítengi. Hvert kolefnisatóm er tengt færri en fjórum öðrum atómum og bindistaðir þess eru því ómettaðir, atómið myndar tvítengi úr ómettuðum bindistöðum. Ómettuð fita er aðallega í jurtaolíu og sjávarafurðum.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.