Fara í innihald

Massimo D'Alema

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Massimo d'Alema)
Massimo D'Alema

Massimo D'Alema (f. 20. apríl 1949) er ítalskur stjórnmálamaður og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, sá fyrsti í sögu lýðveldisins sem kemur úr röðum ítalska kommúnistaflokksins. Hann var formaður vinstri-lýðræðisflokksins og varaforseti alþjóðasamtaka sósíalista. D'Alema kemur úr fjölskyldu sem var virk í kommúnistaflokknum og hann skráði sig fjórtán ára gamall í flokkinn. Hann hefur stundum verið kallaður „barn flokksins“. Á umrótsárum 8. áratugarins reyndi hann að miðla málum milli kommúnistaflokksins og fjölmennra róttækra vinstrihreyfinga sem höfðu gefist upp á honum og þótti hann of íhaldssamur og varfærinn undir stjórn Enricos Berlinguer. D'Alema varð hægri hönd Berlinguers og fór meðal annars með honum í jarðarför Júrí Andropov 1984. Þegar Berlinguer lést úr hjartaáfalli 1988 var D'Alema ritstjóri L'Unità, málgagns kommúnistaflokksins 1991 átti hann þátt í stofnun nýs flokks, vinstrisinnaða lýðræðisflokksins, sem átti aðild að Ólífubandalaginu sem vann kosningarnar 1996. Í fyrstu ríkisstjórn Prodis var D'Alema forseti þingnefndar um stjórnsýsluumbætur og þegar ríkisstjórnin féll 1998 tók hann við sem forsætisráðherra og gegndi því embætti til 2000 þegar vinstri-miðjuflokkarnir töpuðu illa í sveitarstjórnarkosningum. Eftir afsögn hans tók Giuliano Amato við. Í annarri ríkisstjórn Prodis frá 2006 gegndi D'Alema stöðu utanríkisráðherra.


Fyrirrennari:
Romano Prodi
Forsætisráðherra Ítalíu
(1998 – 2000)
Eftirmaður:
Giuliano Amato


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.