Ólífubandalagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kynningarbás Ólífubandalagsins fyrir kosningar til Evrópuþingsins í Como á Ítalíu 2004.

Ólífubandalagið (ítalska: L'Ulivo) var heiti á kosningabandalagi vinstri- og miðjuflokka á Ítalíu frá 1995 til 2007. Bandalagið sigraði þingkosningarnar 1996 en tapaði fyrir Húsi frelsisins, kosningabandalagi hægriflokkanna undir forystu Silvio Berlusconi árið 2001. Romano Prodi var leiðtogi Ólífubandalagsins frá 1995 til 1998 þegar Endurreisti kommúnistaflokkurinn ákvað að draga stuðning sinn við stjórnina til baka. Massimo d'Alema myndaði þá nýja ríkisstjórn sem kommúnistar samþykktu að verja falli. Fyrir kosningarnar 2001 var Francesco Rutelli valinn sem leiðtogi bandalagsins. Fyrir kosningarnar 2006 tókst Prodi að sannfæra aðildarflokka Ólífubandalagsins um að bjóða fram sameiginlegan lista. Eftir kosningar náðu vinstri- og miðjuflokkarnir með aðild kommúnista naumum meirihluta og Prodi varð aftur forsætisráðherra. Árið 2007 stóðu hann og fleiri flokksleiðtogar Ólífubandalagsins fyrir stofnun Ítalska demókrataflokksins á grunni Ólífubandalagsins. Önnur ríkisstjórn Prodis var felld með vantrausti í öldungadeild ítalska þingsins í desember 2008.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.