Fara í innihald

Landbúnaðarháskóli Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá LBHÍ)
Loftmynd af Hvanneyri
Yfirlitsmynd af Hvanneyri heimili Landbúnaðarháskóla Íslands LBHÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands er íslenskur framhalds- og háskóli staðsettur á Hvanneyri og á Keldnaholti í Reykjavík. Hann tók til starfa 1. janúar 2005 eftir samruna Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Garðyrkjuskólans á Reykjum og RALA. Þannig rekur skólinn einnig rannsóknarsetur á Keldnaholti, Hesti í Borgarfirði, á Möðruvöllum í Hörgárdal og Stóra-Ármóti í Flóa. Rektor er Ragnheiður I. Þórarinsdóttir.

Skólinn býður upp á nám við þrjár deildir: Ræktun & Fæða, Náttúra & Skógur og Skipulag & Hönnun. Boðið er upp á nám í búfræði á framhaldsskólastigi, háskólanám til B.S., M.S. og PhD prófs á sviðum landbúnaðar-, umhverfis-, lífvísinda, landnýtingar og hönnunar. Þá er skólinn öflugur í rannsóknum á sínum sérsviðum og í fjölbreyttu alþjóðlegu samstarfi. Landbúnaðarháskóli Íslands er aðili að UNIgreen háskólanetinu og virkur í evrópsku samstarfi.

Ræktun & Fæða

[breyta | breyta frumkóða]

Hlutverk Fagdeildar Ræktunar & Fæðu er að deila, vernda og viðhalda þekkingu ásamt því að auka þekkingu á sviði landnýtingar og búfjárhaldi. Þá einnig að stuðla að nýsköpun í greininni. Því náum við fram með auknum rannsóknum, miðlun upplýsinga og menntun til framtíðar. Viðfangsefnin eru þverfagleg og blandast þar saman líffræðilegir, tæknilegir, efnahagslegir og samfélagslegir þættir sem tengjast landbúnaðarframleiðslu og áhrifum hennar á umhverfið og samfélagið í heild. Rannsóknir innan deildarinnar snúa að nýsköpun og þróun á sjálfbærri landbúnaðarframleiðslu og matvælaöryggi.

Námsleiðir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Búfræði
  • Búvísindi
  • Hestafræði
  • Meistara- og doktorsnám á fræðasviðinu

Náttúra & Skógur

[breyta | breyta frumkóða]

Fagdeild Náttúru & Skóga leggur áherslu á eflingu rannsókna, menntunnar og nýsköpunar á sviði náttúruvísinda, umhverfisfræða og landnýtingar með áherslu á sjálfbæra þróun. Með örari breytingum m.a. á loftslagi í heiminum eykst þörfin á sérfræðiþekkingu á þessu sviði til muna. Teymi okkar (hjá N&S) af vísindamönnum vinna að því að efla vitneskju okkar á umhverfinu, vernda náttúruna og vistkerfi og nýti á sem sjálfbærastan máta sem og að takast á við aðkallandi verkefni framtíðarinnar.

Námsleiðir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Náttúru- og umhverfisfræði
  • Skógfræði
  • Endurheimt Vistkerfa, alþjóðlegt M.S. nám
  • Umhverfisbreytingar á norðurslóðum, alþjóðlegt M.S. nám
  • Meistara- og doktorsnám á fræðasviðinu

Skipulag & Hönnun

[breyta | breyta frumkóða]

Fagdeild Skipulags & Hönnunar leggur áherslu á eflingu rannsókna, menntunnar og nýsköpunar á sviði landslagsarkitektúrs og skipulags(fræða) með áherslu á sjálfbæra þróun. Með örari aukningu þéttbýlissvæða í heiminum eykst þörfin á sérfræðiþekkingu á þessu sviði til muna. Teymi okkar (hjá S&H) af hönnuðum, landslagsarkitektum og skipulagsfræðingum vinna að því að efla samfélög, vernda náttúrulegt og menningarlegt umhverfi okkar sem og að takast á við aðkallandi verkefni framtíðarinnar.

Námsleiðir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Landslagsarkitektúr BS
  • Skipulagsfræði MS
  • Doktorsnám á fræðasviðinu

Félagslíf

[breyta | breyta frumkóða]

Félagslífið á Hvanneyri er öflugt undir stjórn Stúdentaráðs. Starfræktir eru meðal annars Hestamannafélagið Grani, Hrútavinafélagið Hreðjar, Kúavainafélagið Baula, Skógræktarfélagið Dafnar og Genus Loci félag landslagsarkitektanema. Helstu viðburðir á skólaárinu eru Nýnemadagar til að bjóða nýja nemendur velkomna, Árshátíð, Leðjubolti, þorrablót og minni uppákomur og ferðir á vegum klúbbanna. Þá er nemendabar, Hvanneyri Pub, á staðnum sem opinn er á fimmtudögum og eftir atvikum. Nemendagarðar eru á Hvanneyri og myndast því skemmtileg „Campus" stemning á staðnum.

Hvanneyri og nágrenni

[breyta | breyta frumkóða]

Aðalbygging Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri er Ásgarður, þar eru skrifstofur stoðþjónustu og kennara, kennslustofur, mötuneyti, námsaðstaða, bókasafn og líkamsrækt. í göngufæri er Rannsóknarhús þar sem fram fer verkleg kennsla, Bútæknihús (Bút) þar sem fram fer verkleg kennsla í bútækni o.fl. Jarðræktarmiðstöð og Hvanneyrarfjós. Í stuttri akstursfjarlægð frá Hvanneyri er hestamiðstöðin að Mið-Fossum og tilraunasauðfjárbúið að Hesti og fer fram verkleg kennsla á þeim stöðum sem og dagleg starfsemi.

Gömlu byggingarnar sem áður tilheyrðu Bændaskólanum á Hvanneyri eru nýttar að einhverju leiti fyrir starfsemni skólans en verið er að sinna viðhaldi þeirra. Í Halldórsfjósi er starfrækt handverksverslunin Ullarselið og er einnig til húsa Landbúnaðarsafn Íslands. Gamla bæjartorfan á Hvanneyri er merkilegt búsetulandslag með mikið menningarsögulegt gildi og var friðuð af Minjastofnun 2015.

Hvanneyri er innan eins af sex svokölluðum Ramsarsvæðum á Íslandi, sem eru alþjóðleg friðlönd fugla og votlendis.

Starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík er á Keldnaholti, Árleyni 22. Þar er að finna skrifstofur og rannsóknaaðstöðu ásamt því að kennsla í skipulagsfræði fer þar fram.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]