Kemal Atatürk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Mústafa Kemal árið 1922 í miðju tyrkneska frelsisstríðinu.

Mústafa Kemal Atatürk (188110. nóvember 1938) var stofnandi og fyrsti forseti Lýðveldisins Tyrklands. Hann fór fyrir sæmilega friðsamri byltingu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar þar sem höfuðborgin var flutt frá Istanbúl til Ankara og keisaraveldið afnumið. Hann var mikill frömuður í því að gera Tyrkland vestrænna en það hafði verið, meðal annars innleiddi hann latneskt stafróf fyrir tyrknesku og bannaði fjölkvæni. Enn í dag er hann í miklu uppáhaldi hjá mörgum Tyrkjum og myndir af honum hanga víða uppi í skólastofum, stofum og víðar.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Eftir fyrri heimsstyrjöldina var Tyrkjaveldi hertekið af Bandamönnum. Kemal og fylgismenn hans neituðu að sitja hjá á meðan Bandamenn hófu að skipta Tyrkjaveldi á milli sín samkvæmt Sèvres-sáttmálanum og fóru því fyrir uppreisn gegn sitjandi stjórn veldisins. Þeir stofnuðu nýja ríkisstjórn í Ankara og stýrðu frá þeirri borg andspyrnu gegn hertöku Bandamanna.

Undir stjórn Kemal sigruðu Tyrkir heri Armena, Frakka og Ítala. Loks sigruðu þeir her Grikkja sem sátu í borginni Izmir, í austur-Þrakíu og eyjum Eyjahafsins. Eftir orrustu við Sangarios þar sem Grikkir voru alfarið hraknir út úr Tyrklandi veitti þjóðarþing Tyrklands Kemal titilinn Gazi (hinn sigursæli).[1] Eftir þessa sigra ákváðu Bretar að semja um frið við Kemal og hafa sig burt frá Tyrklandi.

Mústafa Kemal staðfesti jafnframt að hann vildi taka upp allt aðra stefnu en Tyrkjaveldi hefði gert og koma á róttækum umbótum í landinu. Kemal var innblásinn af frönsku byltingunni og naut góðs af því að litið var á Mehmed 6. Tyrkjasoldán sem svikara vegna afar óhagstæðra friðarskilmála sem hann hafði samþykkt við undirritun friðarsáttmála í Moudros. Stjórn Mústafa Kemal tók þá ákvörðun að leysa upp embætti Tyrkjasoldáns og gera Tyrkland að lýðveldi með veraldlegum lögum þar sem pólitískt vald yrði aðskilið hinu guðlega.

Eftir að lýðveldi var stofnað færði Kemal höfuðborgina frá Istanbúl til Ankara og stóð fyrir því ýmsum vestrænum umbótum í landinu. Hann kom á aðskilnaði ríkis og kirkju, gaf konum kosningarrét og kom á notkun latnesks stafrófs í stað hins arabíska. Undir leiðsögn Kemal var gerð fordæmalaus menningarbylting í Tyrklandi sem kölluð er „kemalska byltingin.“ Þann 24. nóvember 1934 gaf tyrkneska þingið Kemal nafnbótina Atatürk, sem þýðir ekki „faðir Tyrkjanna“ heldur „Tyrkjafaðir“ í þeim skilningi að hann sé eins og forfeðurnir voru, en „Ata“ merkir bókstaflega forfaðir.

Atatürk lést vegna skorpulifrar þann 10. nóvember 1938. Hann var grafinn í þjóðfræðisafni í Ankara. Lík hans hvílir í dag í grafhýsi sem nefnist Anıtkabir.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


TIlvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jean-Louis, Bacqué-Grammont; Jean-Paul, Roux. Mustafa Kemal Atatürk et la Turquie nouvelle. Maisonneuve & Larose. 1982. Bls. 24. Sótt 23. júlí 2017


breyta Forsetar Tyrklands (1923-2014):

Atatürk | İnönü | Bayar | Gürsel | Sunay | Korutürk | Evren | Özal | Demirel | Sezer | Gül | Erdoğan

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.