Apple Store

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Innviðir Apple Store í Chicago.

Apple Store er verslanakeðja í eigu Apple Inc. sem selur tölvur og raftæki. Samtals eru verslanirnar 518 og eru þær staðsettar í 25 löndum, þar af 272 í Bandaríkjunum.[1]

Hönnun og saga[breyta | breyta frumkóða]

Verslanirnar bjóða upp á ýmsar Apple vörur, eins og MacBook, iPhone, iPad, Apple Watch og aðra fylgihluti, einnig heimilistæki á borð við Apple TV og HomePod. Í mörgum verslunum eru kvikmyndasalir fyrir kynningar og námskeið. Svokallaður „snillingsbar“ (e. Genius Bar) er til staðar í öllum verslununum en þar geta viðskiptavinir leitað ráða varðandi tæknileg vandamál. Þar fara einnig allar viðgerðir fram sem framkvæmdar eru á staðnum.

Fyrstu tvær verslanirnar voru opnaðar þann 19. maí 2001 í Glendale, Kaliforníu og Tysons Corner, Virginíu.

Staðsetningar[breyta | breyta frumkóða]

# Land / Svæði Fyrsta verslunin opnuð Staðsetning fyrstu verslunarinnar Fjöldi verslana
1 Fáni Bandaríkjanna Bandaríkin 19. maí 2001 Tysons Corner Center, Virginía 272
2 Fáni Japans Japan 30. nóvember 2003 Ginza, Tókýó 10
3 Fáni Bretlands Bretland 20. nóvember 2004 Regent Street, London 38
4 Fáni Kanada Kanada 21. maí 2005 Yorkdale Shopping Centre, Torontó 28
5 Fáni Ítalíu Ítalía 31. mars 2007 Centro Commerciale Roma Est, Róm 17
6 Fáni Ástralíu Ástralía 19. júní 2008 George Street, Sydney 22
7 Fáni Kína Kína 19. júlí 2008 Sanlitun, Peking 43
8 Fáni Sviss Sviss 25. september 2008 Rue de Rive, Genf 4
9 Fáni Þýskalands Þýskaland 6. desember 2008 1 Rosenstrasse, München, Bæjaraland 16
10 Fáni France 7. nóvember 2009 Carrousel du Louvre, París 20
11 Fáni Spánn 4. september 2010 La Maquinista, Barselóna 11
12 Fáni Hong Kong 24. september 2011 IFC Mall, Mið- og vesturhverfið 6
13 Fáni Holland 3. mars 2012 Hirschbuilding, Leidseplein, Amsterdam 3
14 Fáni Sviþjóðar Svíþjóð 15. september 2012 Täby Centrum, Stokkhólmur 3
15 Fáni Braselíu Brasilía 15. febrúar 2014 VillageMall, Barra da Tijuca, Rio de Janeiro 2
16 Fáni Tyrkland 5. apríl 2014 Zorlu Center, Istanbúl 3
17 Fáni Belgíu Belgía 19. september 2015 Avenue de la Toison d’Or, Brussel 1
18 Sameinuðu arabísku furstadæmin SAF 29. október 2015 Mall of the Emirates, Dúbaí;
Yas Mall, Abú Dabí
4
19 Fáni Makaó 25. júní 2016 Galaxy Macau 2
20 Fáni Mexíkó 24. september 2016 Centro Santa Fe, Santa Fe, Mexíkóborg 2
21 Fáni Singapúr 27. maí 2017 Orchard Road 3
22 Fáni Taívan 1. júlí 2017 Taípei 101, Taípei 2
23 Fáni Suður-Kórea 27. janúar 2018 Garosu-gil, Seúl 3
24 Fáni Austuríkis Austurríki 24. febrúar 2018 Kärntner Straße, Vín 1
25 Fáni Taíland 10. nóvember 2018 Iconsiam, Bangkok 2
Frá og með apríl 2022

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Apple Retail Store - Store List“. Apple (bandarísk enska). September 4, 2021. Afrit from the original on September 2, 2021. Sótt 12. júlí 2018.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist