Fara í innihald

Apple Store

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Innviðir Apple Store í Chicago.

Apple Store er verslanakeðja í eigu Apple Inc. sem selur tölvur og raftæki. Samtals eru verslanirnar 518 og eru þær staðsettar í 25 löndum, þar af 272 í Bandaríkjunum.[1]

Hönnun og saga

[breyta | breyta frumkóða]

Verslanirnar bjóða upp á ýmsar Apple vörur, eins og MacBook, iPhone, iPad, Apple Watch og aðra fylgihluti, einnig heimilistæki á borð við Apple TV og HomePod. Í mörgum verslunum eru kvikmyndasalir fyrir kynningar og námskeið. Svokallaður „snillingsbar“ (e. Genius Bar) er til staðar í öllum verslununum en þar geta viðskiptavinir leitað ráða varðandi tæknileg vandamál. Þar fara einnig allar viðgerðir fram sem framkvæmdar eru á staðnum.

Fyrstu tvær verslanirnar voru opnaðar þann 19. maí 2001 í Glendale, Kaliforníu og Tysons Corner, Virginíu.

Staðsetningar

[breyta | breyta frumkóða]
# Land / Svæði Fyrsta verslunin opnuð Staðsetning fyrstu verslunarinnar Fjöldi verslana
1  Bandaríkin 19. maí 2001 Tysons Corner Center, Virginía 272
2  Japan 30. nóvember 2003 Ginza, Tókýó 10
3  Bretland 20. nóvember 2004 Regent Street, London 38
4  Kanada 21. maí 2005 Yorkdale Shopping Centre, Torontó 28
5  Ítalía 31. mars 2007 Centro Commerciale Roma Est, Róm 17
6  Ástralía 19. júní 2008 George Street, Sydney 22
7  Kína 19. júlí 2008 Sanlitun, Peking 43
8  Sviss 25. september 2008 Rue de Rive, Genf 4
9  Þýskaland 6. desember 2008 1 Rosenstrasse, München, Bæjaraland 16
10  France 7. nóvember 2009 Carrousel du Louvre, París 20
11  Spánn 4. september 2010 La Maquinista, Barselóna 11
12  Hong Kong 24. september 2011 IFC Mall, Mið- og vesturhverfið 6
13  Holland 3. mars 2012 Hirschbuilding, Leidseplein, Amsterdam 3
14  Svíþjóð 15. september 2012 Täby Centrum, Stokkhólmur 3
15  Brasilía 15. febrúar 2014 VillageMall, Barra da Tijuca, Rio de Janeiro 2
16  Tyrkland 5. apríl 2014 Zorlu Center, Istanbúl 3
17  Belgía 19. september 2015 Avenue de la Toison d’Or, Brussel 1
18 Sameinuðu arabísku furstadæmin SAF 29. október 2015 Mall of the Emirates, Dúbaí;
Yas Mall, Abú Dabí
4
19  Makaó 25. júní 2016 Galaxy Macau 2
20  Mexíkó 24. september 2016 Centro Santa Fe, Santa Fe, Mexíkóborg 2
21  Singapúr 27. maí 2017 Orchard Road 3
22  Taívan 1. júlí 2017 Taípei 101, Taípei 2
23  Suður-Kórea 27. janúar 2018 Garosu-gil, Seúl 3
24  Austurríki 24. febrúar 2018 Kärntner Straße, Vín 1
25  Taíland 10. nóvember 2018 Iconsiam, Bangkok 2
Frá og með apríl 2022

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Apple Retail Store - Store List“. Apple (bandarísk enska). 4. september 2021. Afrit af uppruna á 2. september 2021. Sótt 12. júlí 2018.