Regent Street
Regent Street er ein af helstuverslunargötum í West End-hverfinu í London. Gatan er vinsæl hjá ferðamönnum og íbúum London og er fræg fyrir jólaljósaskreytingar sem þar eru settar upp ár hvert.
Nafn götunnar er vísun í Georg krónprins (seinna Georg 4.), sem var ríkisstjóri (enska: regent) Bretlands á árunum 1811-1820 í veikindum föður síns. Gatan er oft tengd við arkitektinn John Nash þótt allar þær byggingar við götuna sem hann teiknaði séu nú horfnar nema kirkjan [All Souls Church við nyrðri enda götunnar.
Gatan var fullbyggð árið 1825 og er eitt af elstu dæmunum um nútíma borgarskipulag í Englandi, þar sem hún sker sig gegnum 17. og 18. aldar götuskipunina sem fyrir var á svæðinu. Hún liggur frá St. James’s í suðri og í gegnum Piccadilly Circus og Oxford Circus að All Souls Church. Þaðan liggja göturnar Langham Place og Portland Place norður að Regent’s Park. Öll hús við götuna eru flokkuð sem verndaðar byggingar.
Nú á dögum eru margar þekktar verslanir við Regent Street, til dæmis Apple, Austin Reed, Hamley’s og Liberty. Oxford Circus-neðanjarðarlestarstöðin er við Oxford Circus, þar sem Oxford Street sker Regent Street.