Dúbaí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gervihnattamynd af Jumeirah-eyju við ströndina í Dúbaí.

Dúbaí (arabíska:دبيّ, alþjóðlega hljóðstafrófið: /ðʊ-'bɪ/) er heiti á furstadæmi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og stærstu borg þess. Flatarmál furstadæmisins er 4.114 km² en heildarflatarmál ríkisins er um 83.600 km². Íbúar furstadæmisins eru 1.141.959 og þar af búa 1.137.376 í borginni. Dúbaí er einn dýrasti staður í heimi að búa á. Meðalverð íbúða er 250 milljónir íslenskra króna en meðalverðið í landinu öllu er aðeins 20-25 milljónir íslenskra króna. Sett hafa verið upp ýmis sérhæfð frísvæði í borginni, eins og Dubai Internet City fyrir fyrirtæki í upplýsingatækni. Borgin er þekkt fyrir manngerðar eyjar, eins og Pálmaeyjarnar og Heiminn.



Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


 
Furstadæmin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Flag of the United Arab Emirates
Abú Dabí | Adsman | Dúbaí | Fúdsaíra | Ras al-Kaíma | Sjarja | Úmm al-Kúvaín