Apple Watch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Apple Watch er snjallúr sem Tim Cook framkvæmdastjóri Apple Inc. kynnti þann 9. september 2014. Úrið býður upp á ýmsa möguleika, meðal annars skynjara til að fygljast með heilsunni, tengingu við iPhone-síma og þráðlausa greiðslu. Áætlað er að úrið komi á markaðinn fyrripart ársins 2015.[1]

Úrið mun fást í tveimur stærðum og með þrenns konar útlit. Það verður með fjölsnertiskjá sem getur skynjað þrýsting til að greina á milli högga. Það er líka með takka sem snúa má til að skrolla eða þysja inn eða út á skjánum. Ef ýtt er á takkann þá er farið aftur í heimaskjáinn. Svo er úrið með sérstökum takka sem opnar lista yfir tengiliði þegar ýtt er á hann.

Rafhlaða úrsins er hlaðin þráðlaust.


Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.