macOS
macOS | |
Hönnuður | Apple |
---|---|
Nýjasta útgáfa | macOS 12 Monterey |
Notkun | Stýrikerfi |
Vefsíða | apple.com/macOS |
macOS (áður Mac OS X) er stýrikerfi í kynslóð Macintosh stýrikerfanna frá Apple. Stýrikerfið kom á markað árið 2001 en þá var Mac OS X Server þegar í nokkurri notkun.
macOS er annað Unix-lega stýrikerfi Apple Inc. Það fyrsta var A/UX kerfið sem Apple þróaði snemma á tíunda áratugnum til að keyra á netþjónum sem fyrirtækið framleiddi, það átti líka hlut í þróun MkLinux en það kerfi keyrði aldrei á vélum seldum frá fyrirtækinu.
Nýjustu útgáfur macOS keyra eingöngu á 64-bita örgjörvum, og hefur Apple tekið út stuðning fyrir 32-bita forrit. Upphaflega útgáfan af OS X, keyrði eingöngu á (32-bita) PowerPC örgjörvum, en síðar var skipt yfir í að nota Intel örgjörva, sams konar og notaði höfðu verið á Windows, og frá þeim tíma hefur líka verið hægt að keyra Windows á tölvunum sem macOS er fyrir.
macOS sjálft er skrifað í forritunarmálunum, C, C++, Objective-C, og að auki í seinni útgáfum í nýja máli Apple Swift. Það er hægt að skrifa forrit fyrir macOS (og iOS) í alls konar málum, ekki bara þessum, en mjög algengt var að nota Objective-C, en ekki lengur, og nú er Swift mikið notað.
Uppbygging[breyta | breyta frumkóða]
Apple hefur yfirumsjón með þróun kerfisins, en hlutar þess koma úr fjölmörgum áttum. Meðal annars er allnokkuð notað úr FreeBSD, NetBSD, OpenBSD og GNU kerfinu á Unix-hliðinni en margt er ættað úr NeXTSTEP og svo vitaskuld úr eldri útgáfum Mac OS.
XNU[breyta | breyta frumkóða]
Kjarni macOS, XNU, er blendingskjarni eða breyttur örkjarni byggður á nokkurs konar samsuðu Mach kjarnans frá Carnegie–Mellon háskóla og FreeBSD kjarnans, Mach hlutinn sér meðal annars um verndað minni, sýniminni umsjón með keyrðum forritum ofl. á meðan BSD ættaði hlutinn sér um netkerfið, sýniskráarkerfið ofl.
Darwin[breyta | breyta frumkóða]
Darwin er grunnur macOS og er byggður að mestu leiti á FreeBSD og Mach. Það er gefið út sem frjáls hugbúnaður af Apple Inc. Ýmsir hlutar kerfisins eru fengnir úr öðrum kerfum og þá aðallega BSD-kerfum og GNU. Darwin er hægt að keyra sjálfstætt á fleiri örgjörvum en PPC-örgjörvunum sem Apple notast við í Macintosh-tölvur sínar, eins og t.d. Intel-örgjörvum. Darwin keyrir svo undir örkjarna sem heitir XNU (XNU is not Unix).
Aqua[breyta | breyta frumkóða]
Notendaviðmót macOS byggir á Aqua. Flestir notendur kerfisins nota nær eingöngu Aqua við sín störf.
Hlutar kerfisins[breyta | breyta frumkóða]
Kerfishlutir[breyta | breyta frumkóða]
- AppleScript – Skriftumál fyrir stýrikerfið sem byggir á myndrænu notendaumhverfi kerfisins.
- Dashboard – Kerfishluti sem sýnir ýmiskonar tól byggð á XHTML, CSS og JavaScript sem hægt er að fela og sýna með Exposé-tækninni.
- Mission Control – Með Mission Control (áður Exposé) er hægt að opna glugga og forrit sem eru í gangi á hraðvirkan hátt. Þetta er sérstaklega hentugt þegar mjög margir gluggar eru opnir í einu.
- Finder – Skráastjóri macOS
- System Preferences – Grunnstillingar stýrikerfisins. Svipar til Control Panel í Microsoft Windows.
- Font Book – Forrit til að hafa umsjón með leturgerðum.
- OpenGL – Opinn staðall fyrir þrívíddargrafík og er í flestum öðrum stýrikerfum.
- QuickTime – Forrit til að spila myndskeið og hljóð. Er einnig til í s.k. Pro-útgáfu sem þarf að borga fyrir, auk Windows-útgáfu.
- Spotlight – Notað til að leita að texta í skrám og annars staðar í kerfinu.
- X11 – Í OS X útgáfu 10.3 til 10.7 fylgir forritið X11.app sem hægt að keyra grafísk forrit sem byggð eru á X11 með Aqua-kerfinu.
Notendaforrit[breyta | breyta frumkóða]
- Chess – Skákleikur. Grafískt notendaviðmót fyrir GNU Chess.
- DVD Player – DVD-spilari.
- Forsýn – Myndrýniforrit með nokkrum myndvinnslumöguleikum. Það styður flestar gerðir mynda auk PDF-skjala, svo eitthvað sé nefnt.
- iChat – Spjallforrit sem notast við AOL og Jabber-tækni.
- Image Capture – Forrit til að ná ljósmyndum og myndskeiðum af stafrænum myndavélum.
- iSync – Forrit til að samstilla póstfangaskrá og iChat svo eitthvað sé nefnt við farsíma og lófatölvur.
- iTunes – Tónlistarspilari með innbyggðri netverslun til að versla tónlist. Styður m.a. MP3 og AAC.
- Mail – Póstforrit.
- Póstfangaskrá – Heldur utan um heimilisföng og upplýsingar um einstaklinga og fyrirtæki.
- Safari – Vefskoðari sem byggir á WebKit-vél ("gaffall" af KHTML-vél KDE-hópsins).
- TextEdit – Lítill textaritill ætlaður fyrir grundvallarvinnslu á texta.
Íslenskt mál í macOS[breyta | breyta frumkóða]
Snemma kom í ljós að stuðningur OS X við íslenskt mál var ekki eins og best var á kosið og var það rakið til þess að með tilkomu Mac OS X var farið að nota 8 bita Unicode stafatöflu í stað MacRoman og MacIcelandic stafataflanna sem höfðu verið ríkjandi áður. Þetta olli þeim sem nota íslenskan texta í ýmsum hugbúnaði sem studdi ekki enn Unicode en keyrði þó á Mac OS X nokkrum vandræðum en áður höfðu þeir sem notuðu íslenskt mál á fyrri kerfum þurft að snurfusa kerfið til á ýmsan hátt til að gera sér auðvelt fyrir.
Íslenskustuðningur[breyta | breyta frumkóða]
Humac ehf. (Apple IMC á Íslandi) brást við þessum vandamálum með því að gefa út viðbót sem látin var fylgja með og var kölluð íslenskustuðningur og lagaði hluta þeirra vandamála sem höfðu skapast vegna skiptingarinnar yfir í nýja stafatöflu. Með útgáfu 10.4 hefur þetta vandamál verið lagað að stórum hluta.
Íslensk þýðing[breyta | breyta frumkóða]
Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2004 eftir að uppfærsla í útgáfu 10.3.8 var gefin út gaf Öflun ehf. út íslenska þýðingu á ýmsum hlutum kerfisins; Finder, Mail, Kerfisstillingum og iChat, en þýðingin fylgdi með íslenskustuðningnum.
Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]
Bókstafurinn X í nafninu stendur fyrir töluna 10 í rómverska talnakerfinu og því er er stýrikerfið oft nefnt annað hvort OS ex eða OS tíu en það er oft kallað tían í daglegu tali.
Þróun macOS[breyta | breyta frumkóða]
Útgáfa | Nafn | Gefið út |
---|---|---|
Rhapsody þróunarútgáfa |
Grail1Z4 / Titan1U |
31. ágúst 1997 |
Mac OS X Server 1.0 | Hera | 16. mars 1999 |
Mac OS X þróunarforskoðun |
Ekki vitað | 16. mars 1999 |
Mac OS X Public Beta | Kodiak | 13. september 2000 |
Mac OS X 10.0 | Cheetah | 24. mars 2001 |
Mac OS X 10.1 | Puma | 25. september 2001 |
Mac OS X 10.2 | Jaguar | 24. ágúst 2002 |
Mac OS X 10.3 | Panther | 24. október 2003 |
Mac OS X 10.4 | Tiger | 29. apríl 2005 |
Mac OS X 10.5 | Leopard | 26. október 2007 |
Mac OS X 10.6 | Snow Leopard | 28. ágúst 2009 |
Mac OS X 10.7 | Lion | 20. júlí 2011 |
OS X 10.8 | Mountain Lion | 25. júlí 2012 |
OS X 10.9 | Mavericks | 22. október 2013 |
OS X 10.10 | Yosemite | 16. október 2014 |
OS X 10.11 | El Capitan | 30. september 2015 |
macOS 10.12 | Sierra | 20. september 2016 |
macOS 10.13 | High Sierra | 25. september 2017 |
macOS 10.14 | Mojave | 24. september 2018 |
macOS 10.15 | Catalina | 7. október 2019 |
macOS 11 | Big Sur | 12. nóvember 2020 |
macOS 12 | Monterey | 25. október 2021 |
Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
Apple forrit
| |
---|---|
Stýrikerfi: | OS X • Mac OS 9 |
Pakkar: | .Mac • iLife • iTunes • iWork • AppleWorks |
iLife: | iTunes • iPhoto • iWeb • iDVD • iMovie • GarageBand |
Áhugamannaforrit: | Final Cut Express • Logic Express |
Atvinnuforrit: | Aperture • Final Cut Studio • Logic Pro • Shake |
Forrit sem fylgja Mac OS X: | Front Row • iChat • Photo Booth • QuickTime • Safari • TextEdit • Core Animation • Mail |
Þjónar: | Apple Remote Desktop • Mac OS X Server • WebObjects • Xsan |
Hætt við: | HyperCard • MacDraw • Mac OS • MacPaint • MacProject • MacTerminal • MacWrite |