Xserve

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Xserve netþjónn á NASA.

Xserve er netþjónn frá Apple. Þegar Xserve var kynnt árið 2002, var það fyrsti netþjónninn frá Apple síðan "Apple Networks Servers" frá 1996. Til að byrja meðkeyrði hann á einum eða tveimur PowerPC G4 örgjörvum, en þeim var seinna skipt út fyrir hina nýju PowerPC G5, og keyrir núna á einum til teim '2.8GHz-3.0GHz Quad-Core Intel Xeon “Harpertown”' örgjörva. Xserve kemur með 2-32GB aðalminni. Xserve er hægt að nota á mjög fjölbreyttan máta; t.d. sem skrámiðlara eða sem vefþjón. Hægt er að nota Xserve í hugbúnaðarklösun.

Xserve G4[breyta | breyta frumkóða]

Upphaflegi Xserve G4 netþjónninn.
Annarar kynslóðar Xserve G4.
Xserve G4 klasaeining.

Apple kynnti Xserve 14. maí 2008. Upphaflega hafði hann einn til tvo PowerPC G4-örgjörva á 1.0 GHz hraða og studdu allt að 2 GiB af PC-2100 á 64 bita minnis-tengibraut, þrjú FireWire 400 tengi (þar af eitt að framan), tvö USB-tengi, RS-232 og stakt onboard[1] tengi. Venjulega eru 64-bit/66 MHz PCI raufirnar Tvær fylltar með ATI Rage Myndkorti og gígabætis íðnetkorti (ethernet korti). Allt að fjögur UATA/100 harðdiskadrif (60 eða 120 Gígabæta) passa í 'hot-swap'[2] raufir að framan, sem leyfir RAID (Redundant array of independent disks eða Redundant array of inexpensive disks)-0 og 1 að vera búin til. Xserve G4 er að lokum með CD ROM drif að framan.

Tvær stillingar voru mögulegar: einn örgjörvi Xserve með 256 MiB minni á $2999 (með flutningi) og tvöfaldann örgjörva Xserve með 512 MiB minni á $3999 (flutningur með). Bæði selt með stökum 60 GB og Mac Os X v10.2 "Jaguar" Server.

Þann 10. febrúar 2003 kynnti Apple bættann og uppfærðann Xserve lineup[3]. Bætingin innihélt einn eða tvo 1.33 GHz PwoerPc G4 örgjörva, tvö FireWire 800 tengi, Fljótvirkara minni (PC-2700), og stærri UATA/133 harðdisksdrif (80 eða 160 GB). Svo var framplatan endurhönnuð fyrir betra CD-ROM drif. Nýtt módel, Xserve Cluster var seldur á sama verði og eins-örgjörva Xserve, með tvo 1.33 GHz örgjörva, ekkert fjarlægjanlegt drif, einn harðann dryve bay, engin mynd- eða net- (íðnet) kort, og 10-biðlara útgáfu af "Jaguar" server.

Þann 2. apríl 2003 var Xserve RAID kynnt, skilandi mun meira minni og meiri afköstum undirkerfa diska fyrir Xserve.

Xserve G5[breyta | breyta frumkóða]

Xserve G5.
Xserve Cluster node.

6. janúar 2004 kynnti Apple Xserve G5, endurhannaðan, afkastameiri Xserve. 32-bita PowerPC G4-arnir voru leystir af með einum til tveim 64-bita PowerPc 970 örgjörvum keyrandi á 2 GHz. Allt að 8 Gib af PC-3200 ECC minni var var stutt á 128-bita tengibraut. Eitt FireWire 400 tengi (framan), tvö FireWire 800, tvö USB 2.0 tengi, RS-232 og tvær innbyggðar gigabætis net (íðnet)-kort með TOE (TCP Offload Engine) sem gefa betri tengingu. 133MHz/64-bita og 100MHz/64-bita PCI-X raufar brenndu upp aukastillingar. Kælingarvandamál héldu því í 3 SATA hot-swap [4] dryve bays (80 eða 250 GB hver), með upprunalega plássinu fyrir fjórða drifið notað fyrir loftkælingu. Frampatan og geisladiskadrifið (CD-ROM, DVD-ROM/CD-RW valfrjálst) voru endurnýtt frá nýjustu útgáfunni af Xserve G4.

Þrír stillingarmöguleikar voru mögulegir; staks-örgjörva Xserve G5 með 512 MiB af minni á $2999, tveggja-örgjörva Xserve G5 með 1 GiB af minni á $3999 og tveggja-örgjörva cluster node módel [5] (með óbreytt útlit frá G4 cluster node [6] með 512 GiB af minni, ekkert geisladrif, staka harðdisksrauf og 10-biðlara úgáfu af "Panther" Server á 2999,

Minnisstækkunin og bandvíddin á Xserve G5 og sterkari flotpúnkts srammistaða PowerPC 970 gerði hann betur í sstakk búinn fyrir HPC forrit. System X er ein svoleiðis cluster [7] talva byggð við Xservera.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Xserve“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. nóvember 2008.

neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

^  Sum orðin eru afrituð beint úr ensku wikipediu.