Fara í innihald

Leikjatölva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Valdar leikjatölvur
Fyrsta kynslóð
Magnavox OdysseyPONGColeco Telstar
Önnur kynslóð
Atari 2600Interton VC 4000Odyssey²Intellivision
Atari 5200ColecoVisionVectrexSG-1000
Þriðja kynslóð
NESMaster SystemAtari 7800
Fjórða kynslóð
TurboGrafx-16Mega DriveNeo GeoSNES
Fimmta kynslóð
3DOJaguarSaturnPlayStationNintendo 64
Sjötta kynslóð
DreamcastPlayStation 2GameCubeXbox
Sjöunda kynslóð
Xbox 360PlayStation 3Wii
Áttunda kynslóð
Xbox OnePlayStation 4Wii UNintendo Switch
Níunda kynslóð
Xbox Series X og SPlayStation 5

Leikjatölva er tölva sem er sérhönnuð með það í huga að spila sjónvarpsleiki. Yfirleitt er ætlast til að tölvan sé tengd sjónvarpi og það notað í stað tölvuskjás. Handleikjatölva er leikjatölva sem hönnuð er til að ferðast með. Fyrstu leikjatölvurnar komu út á áttunda áratugnum en þeim er oftast skipt í nokkrar kynslóðar til að aðgreina munina á þeim.

Helstu framleiðendur leikjatölva í dag eru Microsoft, Nintendo og Sony, en Atari og Sega voru bæði áhrífarík fyrirtæki á sínum tíma.

Fyrsta kynslóð

[breyta | breyta frumkóða]
Magnavox Odyssey var fyrsta heimaleikjatölva en hún kom út árið 1972

Magnavox Odyssey var fyrsta heimaleikjatölva sem hægt var að tengja við sjónvarp, hún var fundin upp af Ralph H. Baer og kom á markaðinn árið 1972. Hún var sæmilega vel heppnuð en almenningurinn hafði ekki mikinn áhuga á tölvuleikum þangað til PONG frá Atari kom út. Fyrir haustið 1975 hætti Magnavox framleiðslu á Odyssey og kom smærri leikjatölvu á markaðinn sem hét Odyssey 100. Með henni var aðeins hægt að spila PONG og hokkí. Önnur leikjatölva sem hét Oydssey 200 kom út með stigum á skjánum, möguleika að láta allt að fjóra spilara spila og öðrum leik: Smash. Atari framleiddi leikjatölvu fyrir Pong sem kom út næstum samtímis en þessar tvær tölvur hjálpuðu að kveikja áhuga almennings á tölvuleikjum. Bráðum voru allmargar leikjatölvur á markaðnum með PONG-leikjum og leikjum byggðum á honum.

Önnur kynslóð

[breyta | breyta frumkóða]
Atari 2600 var vinsælasta leikjatölva annarar kynslóðar

Fairchild setti Video Entertainment System (VES) á markaðinn árið 1976. Þó að það hefði verið aðrar leikatölvur sem notuðu hylki innihéldu þau ekki gögn og voru þess í stað notuð sem rofa (í til dæmis Odyssey), eða þau innihéldu öll gögn um leikinn og engin gögn voru í leikjatölvunni sjálfri. Hins vegar var VES með forritanlegum örgjörva og þannig þurfti aðeins einn minniskubb í hverju hylki til að geyma leiðbeiningar fyrir örgjörvann.

Bráðum hófu bæði RCA og Atari framleiðslu á leikjatölvum sem notuðu hylki. Árið 1977 byrjuðu leikjatölvuframleiðendur að selja gömlu vörurnar sínar með háum afslætti en þetta dró úr eftirspurn eftir öðrum leikjatölvum og þá hættu RCA og Fairchild að selja leikjatölvurnar sínar. Þess vegna voru bara Atari og Magnavox eftir í þessum markaði. Seinna hættu þau líka að framleiða leikjatölvur.

VES seldist áfram eftir 1977 og skilaði hagnaði en svo gaf Bally út Home Library Computer (árið 1977) og Magnavox Odyssey² (árið 1978) sem báðar voru forritanlegar leikjatölvur sem notuðu hylki. Samt sem áður var það ekki fyrir árið 1980 þegar Atari kom leiknum Space Invaders út að markaðurinn yrði aftur í góðu lagi. Vinsældir Space Invaders voru miklar og svo komu margir slíkir leikir á markaðinn á þessum tíma í samkeppni við hann. Margir keyptu sér Atari 2600 bara til að spila Space Invaders.

Í byrjun níunda áratugarins komu margar aðrar leikjatölvur út og þó að sumar væru betri en Atari 2600 á tæknilegan hátt seldust þær ekki eins vel og hún. Atari 5200 kom út árið 1982 en næsta árið 1983 var annar samdráttur á tölvuleikjamarkaðnum vegna mikillar samkeppni og leikja sem voru óvinsælir hjá spilurum, eins og E.T. frá Atari. Flest tölvuleikjafyrirtæki urðu gjaldþrota eða hættu í tölvuleikjamarkaðnum. Mattel Electronics seldi framleiðsluleyfi á Intellivision-tölvunni fyrirtækinu INTV Corporation sem hélt áfram að selja hana og framleiða hana þar til ársins 1991. Sölum allra annarra bandarískra leikjatölva var hætt fyrir árið 1984.

Þriðja kynslóð

[breyta | breyta frumkóða]
NES endurkveikti áhuga á tölvuleikjum eftir 1983

Árið 1983 kom Nintendo Family Computer út (eða Famicom) í Japan. Eins og ColecoVision var Famicom með hágæðagrafík en gæti sýnt fleiri liti. Þess vegna gætu leikir fyrir Famicom verið lengri og þeir höfðu nákvæmari grafík. Nintendo hóf sölum á Famicom í Bandaríkjunum árið 1965 undir nafninu Nintendo Entertainment System (NES). Þar voru tölvuleikir talnir tískufyrirbrigði sem var búið. Til þess að aðgreina tölvuna sína frá eldri leikjatölvum setti Nintendo hylkjarauf á framhliðina eins og það sem fannst á myndbandstæki og henni fylgdi Super Mario Bros. og ljósbyssa frítt. NES var seld sem leikfang. Nintendo seldi líka „vélmenni“ sem hét R.O.B. en í sumum tilfellum fylgdi hún með tölvunni.

Alveg eins og Space Invaders var vinsælasti leikurinn fyrir Atari 2600 var Super Mario Bros vinsælasti leikurinn fyrir NES. Velgengni Nintendo í tölvuleikjamarkaðnum endurvakti hann og í samkeppni við NES komu aðrar leikjatölvur út í kjölfar hennar.

Ætlað var að Master System frá Sega gæti keppt á móti NES en hún seldist ekki vel í Bandaríkjunum. Henni gekk talsvert betra í löndum þar sem PAL-staðallinn er notaður, sérstaklega í Brasilíu.

Fjórða kynslóð

[breyta | breyta frumkóða]

Sega endurheimti markaðshlutdeild sinni með Mega Drive/Genesis sem kom út í Japan 29. október 1988, ágúst 1989 í Bandaríkjunum (undir nafninu Sega Genesis) og svo árið 1990 í Evrópu eða tveimur árum fyrir að Nintendo gæti komið Super Nintendo Entertainment System (SNES) á markaðinn.

Sega seldi líka geisladrifið Mega CD/Sega CD sem veitti meira geymsluplássi fyrir margmiðlunarleiki sem tíðkuðust þá hjá forriturum. Seinna kom Sega viðbótarverkfærið 32X á markaðinn sem bauð upp á svipaðri þrívíddargrafík eins og var í fimmtu kynslóðar leikjatölvum á þeim tíma. Þetta viðbótarverkfæri misheppnaðist vegna þess að fáir leikir virkuðu með því og forritarar vildu frekar forrita fyrir kraftmeiri leikjatölvur sem fleiri notuðu, eins og Sega Saturn sem kom út stutt síðan.

Aðrar leikjatölvur fjórðu kynslóðar voru TurboGrafx-16 frá NEC og Neo Geo frá SNK Playmore.

Fimmta kynslóð

[breyta | breyta frumkóða]
PlayStation frá Sony varð vinsælasta leikjatölva fimmtu kynslóðar en yfir 100 milljónir eintaka seldust

Fyrstu leikjatölvur fimmtu kynslóðar voru Atari Jaguar og 3DO frá Panasonic. Báðar þessar voru miklu kraftmeiri en Super Nintendo Entertainment System (SNES) eða Mega Drive/Genesis: þær voru betri í að sýna marghyrninga og gætu sýnt fleiri liti, og leikir fyrir 3DO-tölvuna voru seldir á diskum heldur en hylkjum. Diskarnir innihéldu meiri gögn og það var ódýrara að framleiða þá. Hvorug þessara leikjatölva hafði mikil áhrif á sölum Nintendo eða Sega þó að þær voru betri. 3DO kostaði meira en bæði SNES og Mega Drive saman og það var ákaflega erfitt að forrita leiki fyrir Jaguar og þess vegna voru fáir leikir sem nýttu hana að fullum krafti. Báðar þessar tölvur voru teknar af markaðnum árið 1996. Bandai tilkynnti vél sem byggð var á Apple Macintosh og hét Pippin en hún var frekar heimilstölva á lágu verði en góð leikjatölva. Henni gekk illa á markaðnum.

Fimmtu kynslóðar leikjatölvur voru ekki svo vinsælar áður en Saturn frá Sega, PlayStation frá Sony og Nintendo 64 komu út. Leikir fyrir Saturn og PlayStation fengust á geisladiskum en leikir fyrir N64 voru á hylkjum. Allar þessar vélar kostuðu miklu minna en 3DO og það var auðveldara að forrita þær en Jaguar.

Sjötta kynslóð

[breyta | breyta frumkóða]

Í þessari kynslóð urðu leikjatölvur meira eins og borðtölvur og það tíðkaðist að nota DVD-diska fyrir leiki í stað geisladiska. Í kjölfar þess komu út lengri leikir og með betri grafík. Þar að auki voru tilraunir með netleiki gerðar og sumum vélum fylgdu harðir diskar til að vista gögn.

Dreamcast frá Sega kom út í Norður-Ameríku 9. september 1999 en hún var síðasta leikjatölvan frá fyrirtækinu. Hún var meðal fyrstu fimmtu kynslóðar leikjatölvanna sem hætt varð í framleiðslu. Sérstakir diskar sem hétu GD-ROM voru notaðir til að hindra ólöglega útgáfu leika þar sem auðvelt var að afrita diska fjórðu kynslóðar en um síðir var farið í kringum þetta. Hætt var að selja Dreamcast mars 2001 og Sega fór þá bara að framleiða leiki. Dreamcast var líka með 33,6Kb eða 56k mótaldi sem maður gæti notað til að komast á netið eða spila nokkra leiki, eins og Phantasy Star Online.

PlayStation 2 frá Sony kom út í Norður-Ameríku 26. október 2000 og leysti PlayStation af hólmi. Hún var líka fyrsta leikjatölvan sem gat spilað DVD-diska. Eins og gert var með PlayStation árið 2000 endurhannaði Sony PlayStation 2 í minni útgáfu árið 2004. Frá og með júlí 2008 höfðu um 140 milljónir eintaka PlayStation 2 selst og þetta gerir hana þá leikjatölvu allra tíma sem selst hefur best.

Microsoft gaf út fyrstu leikjatölvuna sína árið 2001 en hún heitir Xbox. Henni var fyrsta leikjatölvan sem fygldi harður diskur til að vista leiki og var svipuð í hraða ódýrri borðtölvu á sínum tíma. Þó að hún var dæmd fyrir stærð sína (hún var tvisvar sinnum stærri en aðrar leikjatölvur þátímans) og stýribúnaðinn sem var talinn erfiður í notkun varð hún vinsælla vegna velgegni leikjaraðarinnar Halo. Xbox var fyrsta leikjatölvan með Ethernet-tengi og bauð upp á háhraðanetleikum í gegnum Xbox LIVE.

Nintendo kom út með GameCube í Norður-Ameríku 18. nóvember 2001 og var fjórða heimaleikjatölvan frá fyrirtækinu en sú fyrsta sem notaði geisladiska í stað hylkja. Geisladrifið í GameCube tók ekki við venjulegum 12 cm-diskum en aðeins smærri 8 cm-diskum.

Sjöunda kynslóð

[breyta | breyta frumkóða]
Xbox 360 frá Microsoft er vinsæl sjöundu kynslóðar leikjatölva

Miklar framfarir hafa verið í leikjatölvum sjöundu kynslóðar. Fleiri disktegundir voru tilkynntar, eins og Blu-ray í PlayStation 3 og HD DVD í Xbox 360 í gegnum aukahluta en síðar var henni hætt í framleiðslu þegar Blu-ray varð vinsælli. Allar leikjatölvur sjöundu kynslóðar styðja þráðlaus stjórntæki. Sumar fjárstýringar eru búnar hreyfiskynjun sem skynja hreyfingar spilarans.

Xbox 360 frá Microsoft var fyrsta leikjatölva þessarar kynslóðar en hún kom út 22. nóvember 2005 í Bandaríkjunum. Hún var kraftmeiri en allar aðrar leikjatölvur þegar hún kom út þangað til PlayStation 3 var sett á markaðinn. Öllum Xbox 360 vélum fylgir færanlegur harður diskur nema þeim sem fylgir SSD-diskur. Í henni er DVD-drif sem les leikjadiska og mynddiska. Hægt er að tengja allt að fjögur stjórntæki við hana. Í dag fást tvær útgáfur af Xbox 360, ein með hörðum diski og önnur með SSD. Myndavél sem heitir Kinect er hægt að tengja við Xbox 360 svo að hún skynji hreyfingar spilara.

PlayStation 3 frá Sony kom út í Japan 11. nóvember 2006, 17. nóvember sama ár í Norður-Ameríku og svo 23. mars 2007 í Evrópu. Allar PlayStation 3 vélar eru búnar hörðum diskum og geta lesið Blu-ray leiki og mynddiska beint úr kassanum. PlayStation 3 var fyrsta leikjatölvan með HDMI-tengi og getur sýnt myndir í fullri 1080p upplausn. Eldri PlayStation 3 vélar styður minniskort eins og Memory Stick, SD og CompactFlash. Tvær gerðir af PlayStation 3 eru á markaðnum í dag: ein með 160 GB hörðum diski og önnur með 320 GB diski. Í þessar vélar er ekki hægt að setja minniskort. Stjórntæki sem heitir PlayStation Move gerir spilurum kleift að nota hreyfingar sínar til að stjórna vélinni. Hreyfingar eru teknar upp með myndavél.

Nintendo Wii kom á markaðinn 19. nóvember 2006 í Norður-Ameríku, í Japan 2. desember sama ár og daginn eftir á Ástralíu, og svo í Evrópu 8. desember sama ár. Henni fylgir Wii Sports og Wii Sports Resort alls staðar nema í Japan. Wii er ólík öðrum leikjatölvum sjöundu kynslóðar þar sem hún er ekki með hörðum diski en er með 512 MB vinnsluminni og styður SD-minniskort. Hún getur sýnt myndir í upplausnum allt að 480p og hún er einasta vél sjöundu kynslóðar sem getur ekki sýnt myndir í hærri upplausn en þessari. Hún er þekkt fyrir stjórntækið sitt sem heitir Wii Remote og lítur út eins og sjónvarpsfjárstýring. Wii sendir frá sér innrautt ljós sem myndavél í stjórntækinu skynir. Hægt er að spila leiki sem hannaðir voru fyrir GameCube á Wii og maður getur tengt allt að fjögur GameCube-stjórntæki við hana. Wii Motion Plus er aukahluti sem hægt er að festa á stjórntækið til að ná betri hreyfiskynjun. Wii fæst í ýmsum litum.

Handleikjatölvur

[breyta | breyta frumkóða]

Leikjatölvur sem hægt er að halda á og krefjast ekki að vera tengdar við innstungu heita handleikjatölvur, og er því hægt að ferðast með þér. Hérna er listi af nokkrum af frægustu tölvunum:

Tengti efni

[breyta | breyta frumkóða]
Wikipedia
Wikipedia