Atari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Atari Inc var bandarískt fyrirtæki stofnað af Nolan Bushnell árið 1972 og var það fyrsti framleiðandi leikjatölva í heiminum. Atari var selt Warner Communications árið 1976 og 1984 var hugbúnaðar og spilakassadeildir fyrirtækisins tekinar út og stofnað nýtt fyrirtæki í kring um þær kallað Atari Games sem var síðan selt Namco ári seinna. Aðalreksturinn var hinnsvegar seldur Idek Tramielski (eða Jack Tramiel) að mestu leiti og var fyrirtækið endurnefnt Atari Corp. Atari Corp var lagt niður 1996 og eignir fyrirtækisins teknar yfir af JTS, vörumerkið Atari hefur verið í eigu ýmsa tölvuleikjaframleiðenda síðan þá.

Listi yfir tölvur framleiddar af Atari Inc og Atari Corp[breyta | breyta frumkóða]

Leikjatölvur

 • 2600
 • 5200
 • 7800
 • Jaguar

8 Bita einkatölvur

16/32 Bita einkatölvur

 • ST Development System
 • ST
 • STF
 • STFM
 • Mega ST
 • STE
 • Mega STE
 • TT
 • Stacy
 • Falcon

32 Bita Vinnustöðvar

 • Abaq (einnig kölluð Atari Transputer Workstation)
 • TTUnixWorkstation

Tengill[breyta | breyta frumkóða]