Atari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Atari Official 2012 Logo.svg

Atari Inc var bandarískt fyrirtæki stofnað af Nolan Bushnell og Ted Dabney 27 júní 1972 og var það einn af fyrstu framleiðendum leikjatölva í heiminum. Nolan Bushnell seldi fyrirtækið til Warner Communications árið 1976. Árið 1984 var hugbúnaðar og spilakassadeildir fyrirtækisins teknar út og stofnað nýtt fyrirtæki í kring um þær kallað Atari Games sem var síðan selt Namco ári seinna. Aðalreksturinn var hinnsvegar seldur Idek Tramielski (eða Jack Tramiel) að mestu leiti og var fyrirtækið endurnefnt Atari Corp. Atari Corp var lagt niður 1996 og eignir fyrirtækisins teknar yfir af JTS. Hasbro Interactive keypti síðan vörumerkið af JTS árið 1998. Árið 2000 eignaðist að lokum Infogrames vörumerkið þegar það tók yfir eignir Hasbro Interactive. Infogrames tilkynnti svo í maí 2009 að nafni Infogames yrði breytt og hér eftir kallast Atari SA.

Listi yfir tölvur framleiddar af Atari Inc og Atari Corp[breyta | breyta frumkóða]

Leikjatölvur[breyta | breyta frumkóða]

ATARI Pong (1975-1977)[breyta | breyta frumkóða]

Atari Pong vél frá 1976

Pong kom á markaðinn árið 1975 og var heimilisúgáfa af Pong spilakassanum sem Atari gaf út árið 1972. Var Pong fyrsta sérhæfða leikjavélin fyrir heimili sem Atari gaf út en tækið var tengt við venjuleg sjónvörp. Við hönnun á vélinni var notast við nafnið "Darlene" en slíkar nafnagiftir áttu eftir að verða notaðar á margar vélar sem Atari gerði. Fyrsta árið sem vélin var í sölu var hún aðeins fáanleg undir nafninu Tele-Games Pong og var seld í verslunum Sears í Bandaríkjunum. Mörg af þeim fyrirtækjum sem áttu eftir að verða þekkt næstu árin og jafnvel enn þann dag í dag kusu að setja á markaðinn vélar sem svipaði til Pong, en þar má nefna fyrirtæki eins og Konami sem sá hve vel vélinn seldist, og setti á markaðinn sinn fyrsta leik sem kallaðist Maze. Nintendo gerðu einnig sína eigin útgáfu af Pong fyrir heimamarkaðinn. Atari átti eftir að gefa út nokkrar útgáfur af Pong næstu árin, svo sem Pong Doubles og Super Pong sem báðar komu út árið 1976. Árið 1977 komu svo Super Pong Pro-Am, Super Pong Pro-Am Ten, Ultra Pong og Ultra Pong Doubles. Leikurinn Pong var hannaður af Allan Alcorn og heimilisútgáfan var hönnuð af Allan Alcorn og Harold Lee.

ATARI Stunt Cycle (1977)[breyta | breyta frumkóða]

Atari gaf út Stunt Cycle á sama tíma og Evel Knievel faraldur gekk yfir Bandaríkin, en var leikurinn fyrst gefinn út í spilakassa. Einnig var gerð sérhæfð heimilisútgáfa af Stunt Cycle og innihélt hún fjórar mismunandi útgáfur af leiknum, en þær voru Stunt Cycle, Motocross, Enduro og DragRace. Í leiknum var spilendum gert kleypt að framkvæma sín eigin áhættustökk. Lengi stóð til að gera útgáfu af leiknum fyrir Atari 2600 leikjatölvuna, en var hann aldrei kláraður. Leikurinn var hannaður að Bob Polari.

ATARI Video Pinball (1977-1978)[breyta | breyta frumkóða]

Atati gaf einnig út sérhæfða leikjavél fyrir Video Pinball árið 1977 en vélinni var fyrst og fremst ætlað að selja hinn vinsæla Breakout leik inn á heimili. Í vélinni voru í raun þrír mismunandi leikir sem voru Video Pinball í fjórum mismunandi útgáfum, ásamt Baskeball, og svo hinum fornfræga Breakout í tveimur útgáfum, hinum seinni kallaður Break Away. Vélin var fáanleg í þrem mismunandi útgafum sem voru allar eins, fyrir utan útlitið. Fyrsta vélin var fáanleg svört með viðarlit, en seinna kom svo út önnur útgáfa með rjómahvítum lit. Þriðja útgáfan var svo seld í Sears og kallaðist Sears Pinball Breakaway. Video Pinball leikirnir áttu seinna meir eftir að vera fáanlegir á Atari 2600.

ATARI VCS 2600 (1977-1992)[breyta | breyta frumkóða]

Atari 2600, önnur útgáfa vélarinnar 1978-1980 þekkt sem Light Sixer

Atari VCS, þekkt sem Atari 2600 frá árinu 1982, var í raunverulega fyrsta leikjatölvan sem Atari markaðsetti sem var ekki sérhæfð. Við þróun vélarinnar var vélin kölluð "Stella". Vélin gat spilað mismunandi leiki með því að skipta út leikjum á þar tilgerðum leikjakubbum, sem innihéldu leikina. Fram til ársins 1975 hafði það reynst þrautinni þyngra, en með tilkomu MOS 6502 örgjörvans árið 1975 breytist það allt. Strax árið 1975 hóf Atari þróun á vélinnni og kom hún út í takmörkuðu upplagi sumarið 1977. Það var svo loks haustið 1977 sem vélin var gefin út allstaðar. Vélin seldið þó ekki í takt við vonir Atari til að byrja með og það var í raun ekki fyrr en Atari gerði samning við Namco um útgáfu af Space Invaders fyrir vélina sem salan fórhóft fyrir alvöru. Atari tók þá ákvörðun í framhaldi að aðrirleikir sem framleiddir voru í spilakössum og voru vinsælir skildu vera gerðir fyrir vélina. Atari 2600 átti eftir að koma út í þó nokkrum útgáfum á líftíma sínum en vélin var framleidd í einu eða öðru formi allt fram til ársins 1992, en vel rúmlega 30 milljón eintök hafa selst af vélinni. Eldri eintök af vélunum eru alltaf þekkjanlegar vegna viðarlits framan á vélunum, en endurhannaðar seinni útgáfur af vélinni er oftast þekktar undir nafninu Atari 2600 Jr.

ATARI 5200 SuperSystem (1982-1984)[breyta | breyta frumkóða]

Atari 5200 leikjatölva með upprunalegum stýripinna.

Atari 5200 kom út árið 1982 og var henni ætlað að taka við af hinni vinsælu Atari 2600. Upprunlega höfðu Atari 400 og Atari 800 vélarnar sem komu út árið 1979 verið þróaðar sem arftaki af Atari 2600, en þeim var á endanum breytt í heimilistölvur þar sem Atari ákvað að keppa á þeim markaði í ljósi vindsælda heimilitölva, eins og Commodore Pet, Apple 2 og Tandy TRS80. Atari tók þó seinna þá ákvörðun að gefa út nýja leikjatölvu og var hún hönnuð með svipuðu innvolsi og heimilisölvurnar og var hún kölluð "Pam" í þróunarferlinu. Atari 5200 var þó ekki samhæfð við heimilistölvurnar og virkuðu leikir framleiddir fyrir Atari 400 og Atari 800 ekki fyrir Atari 5200. Vélin var heldur ekki samhæfð við Atari 2600 leiki og varð það einn af þeim þáttum sem leiddi til þess að ný úgáfa af vélinni kom út, sú vél gat spilað Atari 2600 ef notast var við millistykki sem Atari gaf út, þekkt sem Atari VCS Cartridge Adaptor. Leikjaúrval vélarinnar að miklu leiti sömu leikirnir og fyrir hina eldri Atari 2600, nema með uppfærði grafík og hljóði, en margir leikjanna voru orðnir gamlir og ekki eins vinsælir og þeir höfðu áður verið. Atari ákvað árið 1984 að hætta framleiðslu á vélinni og þess í stað einblína á gerð nýrrar leikjatölvu, og leiðrétta þannig þau mistök sem voru tekin við gerð Atari 5200 vélarinnar. Atari 5200 seldist aðeins í um milljón eintökum og var hún aldrei markaðsett fyrir utan Bandaríkin. Árið 1983 og 1984 varð algert hrun í sölu á leikjum og leikjavélum í Bandaríkjunum og hefur Atari 5200 ávallt verið talin eitt helsta fórnarlambið.

ATARI 7800 ProSystem (1986-1992)[breyta | breyta frumkóða]

Atari 7800 leikjatölva með Pro Line stýripinna

Atari 7800 hafði verið í hönnun árin 1983-1984 en hún var fyrsta Atari vélin sem var hönnuð utan fyrirtækisins. Stóð til að gefa hana út í júní árið 1984, og reyndar var hún fáanleg í takmörkuðu upplagi það ár. Atari 7800 var samhæfð við alla Atari 2600 leiki sem gerðir voru. Seinkun varð hinsvegar til þess að vélin kom ekki á markað á tilsettum tíma en Atari var selt til nýrra eigenda, og í framhaldi þurtfi að endurskoða ýmsa samningu sem lutu að gerð vélarinnar. Að lokum árið 1986 kom vélin loks út á almennan markað í Bandaríkjunum og Evrópu. Vélin lenti strax í samkeppni við Nintendo Entertainment System og Sega Master System sem þegar höfðu komið á markaðinn. Leikjaúrval Atari 7800 var ansi dræmt fyrsta árið og í raun enn og aftur endurgerðir á eldri leikjum sem þegar höfðu verið til. Vélin seldist þó ágætlega og var fáanleg allt fram til ársins 1992. Um 3.5 milljónir eintaka seldust af vélinni. Í Bandaríkjunum er vélin þekkt sem Atari 7800 ProSystem en í Evópu og annarstaðar er hún kölluð einfaldlega Atari 7800.

ATARI Lynx (1989-1995)[breyta | breyta frumkóða]

Atari Lynx frá 1989

Atari hafði árið 1978 gefið út litla leikjatölvu sem hægt var að halda á og kallaðist Touch Me. Síðan þá hafði Atari látið slíkar vélar vera, en árið 1989 breyttist það þegar Atari setti á markaðinn hina 16 bita Atari Lynx. Upprunlega var vélin hönnuð af fyrirtæki sem hét Epyx og var kölluð Handy Game. Epyx átti ekki möguleika á að markaðssetja vélina vegna rekstrarörðugleika og leitaði því eftir fyrirtækjum sem hefðu burði til að annast framleiðslu og markaðssetningu. Epyx hafði samband við nokkur fyrirtæki þar á meðal svo sem Nintendo og Sega sem bæði sögðu nei. Var síðan gerður samningur við Atari og sá Atari um framleiðslu og markaðssetningu á vélinni undir Atari Lynx nafninu. Stuttu seinna fór Epyx í gjaldþrot og eignaðist þá Atari hönnunina í framhaldi. Vélin sem var hönnuð af aðilum sem höfðu hannað Commodore Amiga vélina að hluta og þurfti Atari að notast við Commodore Amiga vélar við þróun á leikjum fyrir Atari Lynx. Salan á Atari lynx hófts ágætlega en náði þó aldrei himinháðum hæðum. Tveirum árum eftir útgáfu vélarinnar höfðu selst um 800.000 þúsund stykki. Vélin var endurhönnuð árið 1991 og gefin út svokölluð Atari Lynx II sem nýtt batterí betur og var minni og handhægari. Atari Lynx var langt á undan sinni samtíð og var vélin seld alveg fram til ársins 1995, en áætlað að um 7 milljónir eintaka hafi selst af vélinni.

ATARI Jaguar (1993-1996)[breyta | breyta frumkóða]

Atari Jaguar frá 1993

Hönnun á Atari Jaguar hófst tveimur árum fyrir útgáfu vélarinnar, en fyrirtækið Flare Technology voru fengnir til að hanna tvær tölvur fyrir Atari, annarsvegar Atari Panther sem keppa skildi við Super Nintendo og Sega Megadrive, og hinnsvegar Atari Jaguar sem átti að vera fullkomnari en allar aðrar leikjavélar á markaðinum. Þróun á Atari Jaguar var hinsvegar það hröð að hætt var við gerð á Atari Panther og útgáfudegi Atari Jaguar flýtt. Vélin kom svo út í lok árs 1993. Vélin lenti strax í erfiðleikum en erfitt þótti að þróa leiki á vélina þar sem hún þótt flókin. Fáir aðilar gerðu þar af leiðandi leiki fyrir vélina og ekki var mikið um gerð leikja innan Atari fyrir vélina. Aðeins voru gerðir 67 leikir fyrir vélina á líftíma hennar. Atari reyndi þó að framlengja líftíma hennar með því að gefa út Atari Jaguar CD geisladrif fyrir hana og lækka verðmiðann á vélinn en allt kom fyrir ekki. Svo þegar bæði Sega Saturn og Sony Playstation komu á markaðinn var alveg ljóst að Atari Jaguar átti ekki séns. Aðeins seldust um 250.000 eintök af vélinni og varð hún ein af ástæðum þess að Atari var tekið til gjaldþrotaskipta árið 1996 og selt. Atari Jaguar hefur þann vafasama heiður að vera síðasta tölvan sem Atari framleiddi og seldi.

Heimilistölvur 8 bita[breyta | breyta frumkóða]

 • 400
 • 800
 • 1200XL
 • 600XL
 • 800XL
 • 65XE
 • 130XE
 • 800XE
 • XE einnig þekkt sem XEGS

16/32 Bita einkatölvur[breyta | breyta frumkóða]

 • ST Development System
 • ST
 • STF
 • STFM
 • Mega ST
 • STE
 • Mega STE
 • TT
 • Stacy
 • Falcon

32 Bita Vinnustöðvar[breyta | breyta frumkóða]

 • Abaq (einnig kölluð Atari Transputer Workstation)
 • TT Unix Workstation

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist