Fara í innihald

Tónaútgáfan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tónaútgáfan - Vörumerki
Tónaútgáfan - Vörumerki
Tónaútgáfan - Vörumerki

Tónabúðin var hljóðfæra- og hljómplötuverslun sem stofnuð var 15. október 1966 á Akureyri. Það var Pálmi Stefánsson tónlistarmaður (Póló) sem stofnaði verslunina.

Sagan - Útgáfan

[breyta | breyta frumkóða]

Í fyrstu seldi Tónabúðin mest hljómplötur og komu innfluttar plötur aðallega frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og Noregi. Á þeim tíma hafði Sportvöru og hljóðfæraverslun Akureyrar samning við flesta innflytjendur hljómplatna og íslenska útgefendur um að þeir seldu ekki öðrum verslunum á Akureyri hljómplötur. Af þeirri ástæðu gekk Tónabúðinni illa að fá plötur til að selja.

Árið 1967 stofnar Tónabúðin svo útgáfu íslenskra hljómplatna á merkinu Tónaútgáfan. Fyrstu plöturnar voru með Póló og Bjarka og Póló og Erlu en svo er landið tekið með trompi og „LifunTrúbrots kemur út á merki Tónabúðarinnar árið 1971. Ásamt hljómplötuútgáfunni seldi Tónabúðin hljóðfæri og hljómtæki en þegar Akureyringar ná útsendingum Sjónvarpsins 1968 verður Tónabúðin helsti söluaðili sjónvarps og myndbandstækja og verður leiðandi fyrirtæki í afþreyingargeiranum norðan heiða.

Margir vinsælustu listamennirnir af suðvesturhorninu koma út á plötum Tónaútgáfunnar svo sem Björgvin Halldórsson, Ragnar Bjarnason, Flowers, Ævintýri og fleiri. Þá brýtur Tónaútgáfan blað í útgáfu tónlistar með fyrstu íslensku safnplötunni „Pop Festival ´70“ sem kom út 1970, þar sem lögum með vinsælustu poppstjörnum dagsins safnað saman á eina stóra LP plötu, 33 snúninga. Á þeim tíma hafði Jón Ármannsson gerst hluthafi í Tónaútgáfunni og sá hann aðallega um samskipti við popparana í Reykjavík og nágrenni. Jón seldi svo Tónabúðinni sinn hlut í Tónaútgáfunni nokkrum árum síðar og og flutti til Frakklands. Síðasta hljómplata Tónaútgáfunnar kom út 1985 og um miðjan níunda áratuginn leggst hljómplötuútgáfan af þegar Tónabúðin selur útgáfurétt sinn til „Steinar hf“ (Sena í dag), en fyrirtækið heldur áfram starfsemi og sérhæfir sig í sölu hljóðfæra og tækjum þeim tengdum.

Tónaútgáfan og SG-hljómplötur - Fréttatilkynning


Upptökuver

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1974 ákvað Tónabúðin að koma sér upp hljóðveri á Akureyri og var því komið fyrir í tveggja hæða húsi að Norðurgötu 2B en þar hafði áður verið reykhús. Keypt voru tvö Revox segulbandstæki og sex rása hljóðmixer ásamt fylgihlutum og var þar hljóðritað efni sem gefið var út á nokkrum plötum Tónaútgáfunnar.

Pálmi Stefánsson

[breyta | breyta frumkóða]

Á þrjátíu ára afmæli Tónabúðarinnar árið 1996 var þetta haft eftir Pálma Stefánssyni í viðtali í Morgunblaðinu:

Gæsalappir

Það skiptir miklu að fylgjast vel með öllum hræringum á þessum vettvangi og vera vakandi fyrir nýjungum.“

— Pálmi Stefánsson.

Útgefnar hljómplötur

[breyta | breyta frumkóða]

45 snúninga

 • CBEP 24 - Póló Og Bjarki - Lási Skó / Vonin sem brást // Glókollur / Stígðu dans - 1967
 • GEOK 253 - Póló og Erla Stefánsdóttir - Ég bíð þín / Hin ljúfa þrá // Lóan er komin / Brimhljóð - 1967
 • GEOK 258 - Söngtríóið 3 Háir Tónar - Siglum áfram / Haustljóð // Heimþrá / Útilegumenn - 1967
 • STEF 003 - Pónik og Einar - Herra minn trúr / Ástfanginn // Viltu dansa / Léttur í lundu - 1967
 • T 101 - Sextett Jóns Sigurðssonar og Stefán - Góðir vinir / Við Lindina // Sjómannavísa / Kossinn - 1968 - (Fyrsta íslenska Stereo EP platan)
 • T 102 - Póló og Bjarki - Á heimleið / Sólnætur // Sonur minn góði / Bláar bylgjur - 1968
 • T 103 - Kristín Ólafsdóttir - Komu engin skip í dag / Flóttamaður // Örlög mín / Mamma ætlar að sofna - 1968
 • T 104 - Flowers - Glugginn / Blómið // Slappaðu af / Andvaka (m/textablaði) - 1968
 • T 105 - Erla Stefánsdóttir - Við arineld / Óskalagið // Æskuást / Getur nokkur gert að því - 1968
 • T 106 - Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson - Ástarsæla / Ég sé þig aðeins eina // Hríslan og lækurinn - Upp á himni / Vorföng - 1969
 • T 107 - Ragnar Bjarnason - Megi dagur hver fegurð þér færa / Svarið er erfitt // Veiðimaðurinn / Væru, kæru, tæru dagar sumars - 1969
 • T 108 - Hljómsveit Ingimars Eydal ásamt Þorvaldi Halldórssyni og Helenu Eyjólfs - Ég þrái þig / Hvítur stormsveipur // Og þó / Til þín - 1969
 • T 109 - Björgvin Halldórsson - Þó líði ár og öld // Í draumalandi - 1969
 • T 110 - Heiðursmenn - Heimurinn hefur oss margt / Hvar // Kjarkleysi / Vor eða haust - 1969
 • T 111 - Ævintýri - Frelsarinn // Ævintýri - 1969
 • T 112 - Póló og Bjarki - Ég man // Í hjónasæng - 1969
 • T 113 - Júdas - Einn á ferð // Mér er sama - 1970
 • T 114 - Kór Barnaskóla Akureyrar - Á sunnudagsmorgni / Ef gangan er erfið // Ég vil út í vorið - (Sama plata einnig skráð T 126)
 • T 115 - Jónas R. Jónsson - Bón um frið // Sólskin - 1972
 • T 116 - Ævintýri - Illska // Lífsleiði - 1970
 • T 117 - Erla Stefánsdóttir - Mér líður betur / Hver er sælli en fleygur fugl // Draumskógur / Góða nótt - 1971
 • T 118 - Guðmundur Haukur - Mynd // Allt er horfið með þér / Nú kem ég heim - 1971
 • T 119 - Lítið Eitt - Ástarsaga / Endur fyrir löngu // Syngdu með / Við gluggann - 1972
 • T 120 - Geirmundur Valtýsson - Bíddu við // Ég vona það - 1972
 • T 121 - Rúnar Gunnarsson - Draumanótt // Við söng og gleði - 1972
 • T 123 - Geirmundur Valtýsson - Nú er ég léttur // Nú kveð ég allt - 1972
 • T 124 - Ljósbrá - Til suðurlanda // Angur - 1973
 • T 125 - Erla Stefánsdóttir - Sannfæring // Ég skilið ei fæ - 1973
 • T 126 - Kór Barnaskóla Akureyrar - Á sunnudagsmorgna / Ef gangan er erfið / Ég svíf út í vorið // Enn er komið indælt vor / Stebbi / Vor í dalnum / Það glampar á fannir - 1973
 • T 127 - Hljómsveit Ingimars Eydal - Spánardraumar // Líttu inn - 1973
 • T 128 - Harpa Gunnarsdóttir - Ef allir væru eins / Elsku kisa mín // Ég syng hæ og hó / Það var einn sólríkan dag - 1975
 • T 129 - Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar - Sumarfrí // Ferðalag - 1981

LP

 • T 01 - Ýmsir - Poppfestival - 1970 (Fyrsta íslenska safnplatan)
 • T 02 - Kirkjukór Akureyrar og Hljómsveit Ingimars Eydal - Heims um ból - 1970
 • T 03 - Trúbrot - Lifun - 1971
 • T 04 - Björgvin Halldórsson - Þó líði ár og öld - 1971
 • T 05 - Hljómsveit Ingimars Eydal - Í sól og sumaryl - 1972
 • T 06 - Örvar Kristjánsson - Örvar Kristjánsson - 1972
 • T 07 - Ýmsir - Síglaðir söngvarar (barnaleikrit eftir Thorbjörn Egner) - 1973
 • T 08 - Bjarki Tryggva - Kvöld - 1973
 • T 09 - Karlakórinn Goði - Kór-Kvartett-Tríó - 1974
 • T 10 - Kór Barnaskóla Akureyrar - 1974
 • T 11 - Örvar Kristjánsson - Dönsum dátt - 1975
 • T 12 - Guðmundur Gauti - Guðmundur Gauti - 1975
 • T 13 - Karlakórinn Goði og Goðakvartettinn - 1975
 • T 14 - Karlakór Dalvíkur - Svarfaðardalur - 1975
 • T 15 - Karlakór Akureyrar - Karlakór Akureyrar - 1975
 • T 16 - Jóhann og Eiríkur - Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stefánsson syngja einsöng og tvísöng við undirleik Guðmundar Jóhannessonar - 1976
 • T 17 - Ýmsir - Eitt með öðru - 1976
 • T 18 - Óðinn Valdimarsson - Blátt oní blátt - 1978
 • T 19 - Örvar Kristjánsson - Örvar Kristjánsson - 1979
 • T 20 - Geysiskvartettinn - Geysiskvartettinn - 1978
 • T 21 - Örvar Kristjánsson - Þig mun aldrei iðra þess - 1980
 • T 22 - Jón Hrólfsson - Gleðihopp - 1981
 • T 23 - Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson - Upp á himins bláum boga - 1981
 • T 24 - Lexía - Lexía - 1982
 • T 25 - Geirmundur Valtýsson - Laugardagskvöld - 1985
 • T 26 - Örvar Kristjánsson - Ánægjustund - 1983
 • T 27 - Jón Hrólfsson og Aðalsteinn Ísfjörð - Samspil - 1984