Fara í innihald

Karlakórinn Goði - Goða kvartettinn (plata)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá T 13)
Karlakórinn Goði - Goða kvartettinn
Bakhlið
T 13
FlytjandiKarlakórinn Goði - Goða kvartettinn
Gefin út1975
StefnaSönglög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Karlakórinn Goði - Goða kvartettinn er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1975. Á henni flytur Karlakórinn Goði og Goða kvartettinn tólf dægurlög. Upptaka í stereó: Tónaútgáfan. Pressun: Soundtek Inc. Ljósmynd: Norðurmynd. Prentun: Valprent hf. Akureyri.


Karlakórinn Goði

  1. Alþjóðlega kvennafarsárið - Lag - Texti: Shanty - Viktor A. Guðlaugsson - Einsöngur: Helgi R. Einarsson og Sigurður Sigurðsson
  2. Kveðja - Lag - Texti: Tékkneskt þjóðlag - Viktor A. Guðlaugsson - Einsöngur: Viktor A. Guðlaugsson
  3. Vor í maí - Lag - Texti: T. H. Morley - Viktor A. Guðlaugsson
  4. Ég leitaði blárra blóma - Lag - Texti: Gylfi Þ. Gíslason - Sigurður Þórarinsson - Einsöngur: Bragi Vagnsson
  5. Vögguljóð - Lag - Texti: J. A Ahlström - Viktor A. Guðlaugsson
  6. Kumba Yah - Lag - Texti: Þjóðlag frá Nígeriu

Goða kvartettinn

  1. Septemberkvöld - Lag - Texti: Þjóðlag frá Chile - Viktor A. Guðlaugsson
  2. Vestast í vesturbænum - Lag - Texti: Franskt þjóðlag - Sigurður Þórarinsson
  3. Lífið er gáta - Lag - Texti: Íslenskt þjóðlag
  4. Lísa - Lag - Texti: Calypso - Viktor A. Guðlaugsson
  5. Ég er frjáls - Lag - Texti: Amerískt þjóðlag - Viktor A. Guðlaugsson
  6. Hanna Sigga - Lag - Texti: Þjóðlag frá Suður-Ameríku - Viktor A. Guðlaugsson


Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Karlakórinn Goði og Goða kvartettinn senda nú frá sér aðra hljómplötu sína, en plata með þessum flytjendum kom fyrst á markaðinn á síðastliðnu hausti. Kórinn skipa menn úr fjórum hreppum milli Fljóts- og Vaðlaheiðar, og hefur aðsetur þeirra verið í Stórutjarnarskóla í Ljósavatnsskarði. Kórnum stjórnar sem fyrr tékkneski hljómsveitarstjórinn Róben Bezdek, sem nú er á ný horfinn til starfa í heimaborg sinni Prag, a.m.k. um stundarsakir, en auk stjórnunar hefur hann einnig útsett öll lögin á plötunni. Goða kvartettinn er skipaður kennurum úr Stórutjarnarskóla, þ.á.m. söngstjóranum og er raddskipun þannig:

1 tenór Viktor A Guðlaugsson 2 tenór: Bragi Vagnsson

1 bassi: Helgi R Einarsson 2 bassi: Róben Bezdek

Hljóðfæraleikarar á plötunni eru: Sigurður Árnason leikur á flautu. Helgi R. Einarsson á gítar. Róben Bezdek á fiðlu. melodiku o.fl. Gunnar Tryggvason á bassa og Grímur Friðriksson á harmoniku.

 
NN