Fara í innihald

Laugardagskvöld (plata)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá T 25)
Laugardagskvöld
Bakhlið
T 25
FlytjandiHljómsveit Geirmundar Valtýssonar
Gefin út1985
StefnaDægurlög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Laugardagskvöld er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1985. Á henni flytur Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar tólf dægurlög. Upptaka í stereó: Stúdíó Bimbó. Hönnun umslags: Delfi. Pressun: Alfa. Ljósmynd: Norðurmynd. Prentun: Valprent hf. Akureyri.Filmugerð: Korpus.

  1. Það er laugardagskvöld - Lag - Texti: Geirmundur Valtýsson - Hörður Ólafsson
  2. Drengur - Lag - Texti: Hörður Ólafsson
  3. Mylluhjólið - Lag - Texti: Geirmundur Valtýsson - Helgi Valtýsson
  4. Ekki of seint - Lag - Texti: Hörður Ólafsson
  5. Bíddu við - Lag - Texti: Geirmundur Valtýsson - Textahöfundur ókunnur
  6. Hjá konu og börnum - Lag - Texti: Hörður Ólafsson
  7. Ég er einn - Lag - Texti: Hörður Ólafsson
  8. Úti að aka - Lag - Texti: Geirmundur Valtýsson - Birgir Marinósson
  9. Lítið skrjáf í skógi - Lag - Texti: Geirmundur Valtýsson - Aðalsteinn Hansson
  10. Sannur sjómaður - Lag - Texti: Hörður Ólafsson
  11. Út á sjóinn - Lag - Texti: Geirmundur Valtýsson - Stefán Guðmundsson
  12. Stelpur og stuð - Lag - Texti: Hörður Ólafsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar á Sauðárkróki sendir nú frá sér sína fyrstu LP plötu. Lögin á plötunni eru eftir þá Hörð Ólafsson bassa leikara og Geirmund. Hörður hefur einnig samið textana við sín lög, en textarnir við lög Geirmundar eru úr ýmsum áttum.

Hljómsveitina skipa: Geirmundur Valtýsson, söngur, gítar, harmonikka, hljóðgerfill, raddir. Hörður Ólafsson, söngur, bassi, raddir. Rögnvaldur Valbergsson, rafmagnspíanó, orgel, strengjavél. Viðar Sverrisson, trommur, raddir.

Aðstoðarmenn á þessari plötu: Finnur Eydal, klarinett. Þorsteinn Kjartansson, tenor sax, bariton sax.

 
NN