T 23

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Upp á himins bláum boga
Forsíða T 23

Bakhlið T 23
Bakhlið

Gerð T 23
Flytjandi Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson
Gefin út 1981
Tónlistarstefna Sönglög
Útgáfufyrirtæki Tónaútgáfan

Upp á himins bláum boga er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1981. Á henni syngja Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson íslenzk alþýðulög við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur og Fritz Weisshappel. Samsöngur þeirra Jóhanns og Kristins var hljóðritaður hjá Ríkisútvarpinu 1964. Einsöngur Jóhanns var hins vegar hljóðritaður fyrr, og eru nokkur laganna frá 1947. Og eru tóngæðin þess vegna ekki sambærileg við það sem gerist nú. Platan er pressuð hjá ALFA Hafnarfirði. Ljósmynd á framhlið umslags er frá Akureyri, tekin 1963. Umslagið var offset prentað hjá Valprent h/f Akureyri. Hönnun umslags: Delfi.


Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Hlið A

Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson syngja íslenzk alþýðulög við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur.

 1. Upp á himins bláum boga - Lag - Texti: Íslenzkt þjóðlag - Benedikt Gröndal
 2. Kossavísur - Lag - Texti: Ingl T. Lárusson - Jónas Hallgrímsson
 3. Syng þú mér þitt ljúflingslag - Lag - Texti: (Ingi T. Lárusson - Guðmundur Guðmundsson
 4. Sólskríkjan - Lag - Texti: Ingi T. Lárusson - Páll Ólafsson
 5. Hríslan og lækurinn - Lag - Texti: Ingi T. Lárusson - Páll Ólafsson
 6. Smaladrengurinn - Lag - Texti: Skúli Halldórsson - Steingrímur Thorsteinsson
 7. Ástarsæla - Lag - Texti: Steingrímur Hall - Steingrímur Thorsteinsson
 8. Ég sé þig aðeins eina - Lag - Texti: Áskell Jónsson - Daníel Kristinsson
 9. Vorfögnuður - Lag - Texti: Jónas Tómasson - Sveinn Gunnlaugsson

Hlið B

Jóhann Konráðsson syngur íslenzk alþýðulög við undirleik Fritz Weisshappel.

 1. Ætti ég hörpu - Lag - Texti: Pétur Sigurðsson - Friðrik Hansen
 2. Vor - Lag - Texti: Pétur Sigurðsson - Friðrik Hansen
 3. Kveðja - Lag - Texti: Þórarinn Guðmundsson - Gestur
 4. Í fjarlægð - Lag - Texti: Karl O. Runólfsson - Cesar
 5. Lindin - Lag - Texti: Eyþór Stefánsson - Hulda
 6. Heimþrá - Lag - Texti: Ingi T. Lárusson - Indriði Einarsson
 7. Gígjan - Lag - Texti: Sigfús Einarsson - Benedikt Gröndal
 8. Dísa - Lag - Texti: Þórarinn Guðmundsson - Gestur