Fara í innihald

Hljómsveit Ingimars Eydal - Helena og Þorvaldur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá T 108)
Hljómsveit Ingimars Eydal
Bakhlið
T 108
FlytjandiHelena og Þorvaldur
Gefin út1969
StefnaDægurlög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Hljómsveit Ingimars Eydal - Helena og Þorvaldur er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1969. Á henni flytur hljómsveit Ingimars Eydal - Helena og Þorvaldur fjögur lög. Platan er hljóðrituð í mono. Hljóðupptaka: Sjónvarpið, Sigfús Guðmundsson. Ljósmynd: Ljósmyndastofa Páls. Pressun: PYE. Prentun: Valprent h.f. Akureyri.

  1. Ég þrái þig - Lag - texti: Þorvaldur Halldórsson - Birgi Marinósson
  2. Hvítur stormsveipur - Lag: Finnur Eydal
  3. Og þó - Lag - texti: Peter Warne og Alan Moorhouse - Þorvaldur Halldórsson
  4. Til þín - Lag - texti: J. S. Bach - Ásta Sigurdardóttir

Textabrot af bakhlið plötuumslags um lögin

[breyta | breyta frumkóða]

HLIÐ A:

Ég þrái þig

Lagið er eftir Þorvald Halldórsson, en textinn eftir Birgi Marinósson og Þorvaldur syngur

Hvítur stormsveipur

Lag eftir Finn Eydal og hann leikur það á klarínettu.


HLIÐ B:

Og þó

Þetta lag er erlent og heitir upphaflega Boom, bang a bang og er eftir Peter Warne og Alan Moorhouse. Íslenska textann gerði Þorvaldur Halldórsson og Helena syngur.

Til þín

Lagið er grundvallað á aríu úr svítu nr 3 í D-dúr eftir J. S. Bach. Textann gerdi Ásta Sigurðardóttir. Helena og Þorvaldur syngja. Einleik á bassa klarínettu leikur Finnur Eydal.