Flowers (1968)
Útlit
(Endurbeint frá T 104)
Flowers | |
---|---|
T 104 | |
Flytjandi | Flowers |
Gefin út | 1968 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Tónaútgáfan |
Flowers er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1968. Á henni flytur hljómsveitin Flowers fjögur lög. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka fór fram í De Lane LEA STUDIOS London 20. október 1968. Allar útsetningar gerðar af FLOWERS. Stjórnandi upptöku: Barry Ensworth. Myndir tók Gunnar Gunnarsson ljósmyndari Suðurveri.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Glugginn - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson - Þorsteinn Eggertsson
- Blómið - Lag - texti: Karl Slghvatsson
- Slappaðu af - Lag - texti: White - Þorsteinn Eggertsson
- Andvaka - Lag - texti: Karl Sighvatsson. Arnar Sigurbjörnsson - Þorsteinn Eggertsson
Slappaðu af
[breyta | breyta frumkóða]- Slappaðu af, vertu ekki stíf og stirð og þver. Ah.
- Stundum þú gengur fram af mér. Stundum ertu
- ferleg, bæði frek og kröfuhörð. Finnst mér
- stundum að þú sért illa úr garði gjörð. eins
- og brjáluð hundstík í stórri kindahjörð,
- eins og brjáluð hundstík í stórri kindahjörð.
- Slappaðu af, þó að þú sért villt, þá veiztu vel, að
- — vart ég þoli svona mikið kel.
- Hægan. Hægan. Hægan. Hægan.
- Hægan. Hægan. Hægan. Hægan.
- Slappaðu af — ef þú vilt ég lifi þetta af.
- Þú skalt reyna að halda kjafti
- og slappa svolítið af.
- Slappaðu af, þó að þú sért villt, þá veiztu vel, að —
- vart ég þoh svona mikið kel.
- Vertu stillt, þú ert svo villt, það
- versta við þig er, hvað oft þú
- verður tryllt. Þú ert svo villt, já,
- alltof spillt.
- Vertu ekki stíf og stirð og þver,
- ah — stundum þú gengur fram af mér.
- Stundum ertu ferleg, bæði frek og kröfuhörð,
- finnst mér stundum að þú sért
- illa úr garði gjörð.
- Hægan. Hægan. Hægan. Hægan.
- Hægan. Hægan. Hægan. Hægan.