T 01

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Pop-Festival 1970
Forsíða T 01

Bakhlið T 01
Bakhlið

Gerð T 01
Flytjandi Ýmsir
Gefin út 1970
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Tónaútgáfan

Pop-Festival 1970 er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1970. Á henni flytja ýmsir tónlistarmenn tólf lög. Platan er hljóðrituð í mónó. Hljóðritun: City of London Recording Studios, P.Y.E. Recording Studios, Ríkisútvarpið Reykjavík. Upptökumenn: Bernard Battimore, Allan Florence, Pétur Steingrímsson og Guðmundur R. Jónsson. Pressun: PYE. Útlit: Baldvin Halldórsson. Ljósmynd á forsíðu (skófir í Berserkjahrauni): Kolbeinn Grímsson. Aðrar ljósmyndir: Sigurgeir Sigurjónsson, Óli Páll, Kristinn Benediktsson o.fl. Prentun kápu: Litbrá hf. Prentun texta og myndaopnu: Hafnarprent hf.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Komdu í kvöld ástin mín - Lag - texti: Howard Blaikley - Birgir Marinósson - Björgvin Halldórsson syngur
 2. Vonleysi - Lag - texti: Magnús Kjartansson - Þorsteinn Eggertsson - Hljómsveitin Júdas flytur
 3. Til hafsins - Lag - texti: Jim Webb - Ómar Ragnarsson - Guðmundur Haukur syngur
 4. Tilbrigði um rafmagnsorgel no 1. - Lag - texti: Magnús Eiríksson - Erlendur Svavarsson - Blues Company flytur
 5. Hamingjuást - Lag - texti: Þórir Baldursson - Þorsteinn Eggertsson - Heiðursmenn flytja
 6. Kanntu að læðast - Lag - texti: Frazier - Birgir Marinósson - Jónas R. Jónsson syngur
 7. Þú gafst mér svo mikla gleði - Lag - texti: B. Gordy, B. Holloway, Jobete, P. Holloway, F. Wilson - Ómar Ragnarsson - Dúmbó og Guðmundur Haukur flytja
 8. Heimurinn okkar - Lag - texti: Jim Webb - Jóhanna Erlingsdóttir - Engilbert Jensen syngur
 9. Ást við fyrstu sýn - Lag - texti: B. Cason, Glayden - Magnús Benediktsson - Bjarki Tryggvason syngur
 10. Mundu þá mig - Lag - texti: Becaul, Delanoe, Curtis - Ómar Ragnarsson - Pónik og Einar flytja
 11. Takmörk - Lag - texti: Wayne, Parson, Tompson - Þorsteinn Eggertsson - Rúnar Júlíusson syngur
 12. Sunny - Lag - texti: B. Hebb - Super Session flytur

Textabrot úr opnu plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Með útgáfu þessarar hljómplötu er brotið blað í hljómplötuútgáfu hérlendis. Hljómplatan Pop-Festival '70 er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, en hún er jafnframt fyrsta L.P. hljómplata Tónaútgáfunnar. Tilgangur þessarar hljómplötu er að kynna vandaða og fjölbreytta pop-hljómlist flutta af þekktum listamönnum, erlendum og innlendum, um 250 talsins. Fæstir geta gert sér í hugarlund hvað vandamálin eru mörg við útgáfu slíkrar hljómplötu. Undirbúningur og hljóðritun hefur tekið eitt ár. Siðan hafa nokkrar þessara hljómsveita hœtt störfum, en það ætti ekki að skaða neitt gildi hljómplötunnar.

Aðeins ein breyting hefur átt sér stað frá því sem upphaflega var œtlað. Hljómsveitinni Náttúru var œtlað eitt lag á plötunni, en af því gat ekki orðið, en þess í stað syngur Jónas R. Jónsson fyrrverandi söngvari Náttúru með aðstoð brezkrar hljómsveitar. Hljóðritanir fóru fram í London og Reykjavík og hafa þær tekizt með ágœtum, og er það ósk okkar og von, er að útgáfunni stöndum að okkur hafi tekizt að verða við óskum sem flestra.

 

Takmörk[breyta | breyta frumkóða]

Rúnar Júlíusson syngur við undirleik brezkrar hljómsveitar.

Dagar koma og fara, mánuðir út fjara
og lífið streymir burt frá þér
og frelsið er takmarkað hjá þér.
Nágranninn reynir að slá þér
við með sitt hús eða bifreiðalús.
Já, frelsið er takmarkað hjá þér.
Frá allskyns siðavenium, predikunum og kenjum
þú losnar aldrei, og á þér
sést að frelsið er takmarkað hjá þér.
Nágranninn reynir að slá þér
við með sitt hús eða bifreiðalús.
Já, frelsið er takmarkað hjá þér.
Það sem eðlið manni býður bezt
er bannað hérumbil flest
takmörk og bannorð, íhaldssöm mannorð
móta lífsviðhorfið fast hjá þér.
Því er nú ver.
Hversvegna ekki að sleppa
af sér taumnum og keppa
að frjálsu líferni hjá þér
þá hlaupa áhyggjurnar frá þér
nágranninn verður hissa á þér.
Þú bara hlærð, og þú við honum slærð
segir: Frelsið er takmarkað hjá þér.
Já, frelsið er takmarkað hjá þér.
Allskonar lífsvenjur há þér.
Frelsið er takmarkað hjá þér.
Afl í fjötrum þitt líf er.