Síglaðir söngvarar
Útlit
(Endurbeint frá T 07)
Síglaðir söngvarar | |
---|---|
T 07 | |
Flytjandi | Ýmsir |
Gefin út | 1973 |
Stefna | Barnaleikrit |
Útgefandi | Tónaútgáfan |
Síglaðir söngvarar er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1973. Platan er í mónó. Síglaðir söngvarar er barnaleikrit eftir Thorbjörn Egner - Tónlist eftir Thorbjörn Egner o.fl. Þýðendur: Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Hljómsveitarstjóri: Carl Billich. Stytting og lagfæring á handriti gerð af leikstjóra. Prentun: Valprent hf.
Persónur og leikendur
[breyta | breyta frumkóða]- Andrés - Bessi Bjarnason
- Sívert - Þórhallur Sigurðsson
- Karí - Margrét Guðmundsdóttir
- Trompetleikarinn - Árni Tryggvason
- Trompetleikarinn - Flosi Ólafsson
- Bóndinn, Þöngull lögreglustjóri og annar borgari - Rúrik Haraldsson
- Sögumaður og borgarstjórinn - Helgi Skúlason
- Gestgjafinn og Nielsen - Lárus Ingólfsson
- Prófessorinn og fyrsti borgari - Klemenz Jónsson
- Ungfrú Sívertsen, alvarleg kona - Sigríður Hagalín