Fara í innihald

Pónik og Einar Júlíusson (1967)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá STEF 003)
Pónik og Einar Júlíusson
Bakhlið
STEF 003
FlytjandiEinar Júlíusson
Gefin út1967
StefnaDægurlög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Pónik og Einar Júlíusson er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1967. Á henni flytja Pónik og Einar Júlíusson fjögur lög. Platan er hljóðrituð í mono. Ljósmyndina tók Ljósmyndastofa Páls. Prentun umslags: Valprent hf. Akureyri.

  1. Herra minn trúr - Lag - texti: Magnús Eiríksson
  2. Ástfanginn - Lag - texti: Magnús Eiríksson
  3. Viltu dansa - Lag - texti: Magnús Eiríksson
  4. Léttur í lundu - Lag - texti: Karl Hermannsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Pónik og Einar Júlíusson þarf víst ekki að kynna, enda hafa þeir um nokkur undanfarin ár verið ein vinsælasta hljómsveit unga fólksins hér á landi. Lögin á þessari plötu voru hljóðrituð í London í október 1966 á vegum UF Útgáfunnar. Af óviðráðanlegum ástæðum kom þó platan ekki út fyrr en nú, og þá hjá Tónaútgáfunni á Akureyri. Þrjú laganna á þessari plötu og einnig textarnir við þau eru eftir Magnús Eiríksson, sem var sóló guitarleikari í Pónik þegar þetta var hljóðritað. Fjórða lagið og textinn er eftir Karl Hermannsson fyrrverandi söngvara hjá Hljómum.
 
NN

Léttur í lundu

[breyta | breyta frumkóða]
Léttur í lundu ég lagði af stað
Á sömu stundu þér skaut þar að.
Ég bauð þér upp í bílinn
Ég blístraði á skrílinn.
Ég held ég hafi aldrei lent í öðru eins
Léttur í lundu ég lagði af stað.
Á sömu stundu þér skaut þar að.
Ég bauð þér á ball í Stapa
Á því var engu að tapa.
Ég held ég hafi aldrei lent í öðru eins
Gaman er að koma í Keflavík
Kvöldin þar þau eru engin lík.
Í sveitinni þeir eiga engin slík
Léttur í lundu ég lagði af stað
Á sömu stundu þér skaut þar að.
Ég bauð þér á ball í Stapa
Á því var ekki að tapa
Ég held ég hafi aldrei lent í öðru eins .