T 22

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gleðihopp
Forsíða T 22

Bakhlið T 22
Bakhlið

Gerð T 22
Flytjandi Jón Hrólfsson
Gefin út 1981
Tónlistarstefna Harmonikutónlist
Útgáfufyrirtæki Tónaútgáfan

Gleðihopp er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1981. Á henni flytur Jón Hrólfsson tólf harmonikulög. Platan er hljóðrituð í stereo. Upptaka: Stúdíó Bimbó. Pressun: Alfa. Ljósmynd: Norðurmynd. Prentun: Valprent hf.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Gleðihopp, marsúrki - Lag: Ragnar Sundquist
 2. Á torginu, skottís - Lag - Texti: Snæbjörn Einarsson
 3. Tangavalsinn - Lag - Texti: Björn Dal
 4. Hinrik hamingjusami, polki - Lag - Texti: Ole Johnny
 5. Létt spor, vals - Lag - Texti: Ragnar Sundquist
 6. Miðsumarræll - Lag: Kore Korneliusen
 7. Sjómannaskottís - Lag - Texti: Jonas Björnerud
 8. Sól á firðinum, vals - Lag: Toralf Tollefsen
 9. Á hvalveiðum, vínarkrus - Lag - Texti: Pálmi Stefánsson
 10. Kaupmannahafnarpolki - Lag - Texti: Walter Erikson - T Demei
 11. Pollý, marsúrki - Lag: Per Edberg
 12. Við skulum dansa, ræll - Lag - Texti: Peter Gulmoen

Textabrot úr opnu plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

JÓN HRÓLFSSON er fæddur 27. marz 1946 í Sveinungsvík í Þistilfirði, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Sjö ára gamall fór hann að fikta vð hnappaharmoniku bróður síns, og tókst honum fljótlega að ná á hana lagi. Eftir að Jón var fermdur fór hann að spila á dansleikjum á Raufarhöfn og nágreni. Um tvítugt lærði hann að lesa nótur hjá harmonikuleikaranum Jóhanni Jósepssyni í Ormalóni. Undanfarin ár hefir Jón leikið á dansleikjum á norðausturlandi, meðal annars hefir hann verið í nokkrum hljómsveitum, sem starfað hafa á Raufarhöfn. En þetta er í fyrsta sinn, sem Jón kemur í upptökustúdíó. Með Jóni leika á þessari plötu Birgir Karlsson á gítar, Finnur Finnsson á bassa og Steingrímur Stefánsson, sem leikur á trommur.

Upptaka fór fram í Stúdió Bimbó í marz 1981. Upptökumaður: Pálmi Guðmundsson.

 
NN