Fara í innihald

Snjór

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Skafrenningur)
Veður
Árstíðir
Tempraða beltið
VorSumarHaustVetur
Hitabeltið
ÞurrkatímiRegntími
Óveður
StormurFellibylur
SkýstrokkurÖskubylur
Úrkoma
ÞokaSúldRigning
SlyddaHaglélSnjókoma
Viðfangsefni
VeðurfræðiVeðurspá
LoftslagLoftmengun
Hnattræn hlýnunÓsonlagið
Veðurhvolfið

Snjór er úrkoma vatns í formi kristallaðs íss, sem fallið hefur til jarðar. Hann er samsettur úr miklum fjölda óreglulegra korna, sem nefnast snjókorn. Snjór er oftast mjúkur viðkomu, enda er hann gisinn og loftríkur, nema að utanaðkomandi kraftar þjappi honum saman.

Lausamjöll í skógi í Colaradofylki í Bandaríkjunum
Stakt snjókorn í rafeindasmásjá (SEM)

Úrkoman nefnist snjókoma og þegar hún fellur í logni og snjókornin ná að verða stór, er snjórinn laus í sér og kallast lausamjöll. Þegar rakastig snævarins er hátt og mikil samloðun er á milli kornanna verða þau mjög stór og er þá að jafnaði talað um hundslappadrífu. Slík snjókoma á sér oftast stað í mjög vægu frosti og hægum vindi eða logni. Þegar snjóar í roki er oftast talað um hríð og ef lausamjöll fer að fjúka myndast skafrenningur. Hann er algengastur þegar frost er talsvert og stífur vindur.

Oft er miðað við 35°N sem syðstu mörk snjókomu á láglendi á norðurhveli jarðar, en langt sunnan þessara marka snjóar í há fjöll, jafnvel í grennd við miðbaug. Nefna má fjallið Kilimanjaro í Tansaníu sem dæmi, en toppur þess er síþakinn snjó. Á heimskautasvæðunum er svo til öll úrkoma sem fellur snjór, en oft er þar þurrt og úrkoma mjög lítil.

Skráð heimsmet í snjókomu er á Mount Baker í Washingtonfylki í Bandaríkjunum, en þar féllu samtals 28 metrar af snjó á eins árs tímabili 19981999. Fyrra skráð met var á Mount Rainier í sama fylki, 25 metrar á einu ári, 19711972. Mesta sólarhringssnjókoma sem mælst hefur var við Silver Lake í Kaliforníu en þá mældust 1,93 metrar á einum sólarhring. Það gerðist 1921.


Snjór í tómstundum og í umferðinni

[breyta | breyta frumkóða]
Ýmsar gerðir snjókorna eftir „Snjókornamanninn“ Wilson Bentley frá árinu 1902. Bentley var einhleypur bóndi sem hafði það tómstundagamanljósmynda snjókorn

Snjór er að jafnaði kærkominn börnum og þeim sem hafa gaman af ýmsum vetraríþróttum, svo sem skíðamennsku, snjósleðasporti eða jeppamennsku. Á hinn bóginn getur snjór verið varhugaverður í umferðinni, hvort sem fólk er akandi eða gangandi. Snjónum fylgir þung færð, hálka og oft lélegt skyggni og geta þessar aðstæður valdið alvarlegum slysum. Snjór sem safnast hefur saman í fjallshlíðum getur undir vissum kringumstæðum tekið upp á því að æða ofan hlíðarnar og myndar þá snjóflóð, en þau hafa frá því sögur hófust hrifið með sér fjölda mannslífa. Snjóflóð eru og hafa alltaf verið alltíð á Íslandi. Einnig eru þau algeng í Alpafjöllum og víðar.

* „Af hverju er snjórinn hvítur?“. Vísindavefurinn.

Snjór myndast að jafnaði í allmikilli hæð við þéttingu vatns í andrúmsloftinu við hitastig undir 0 °C. Eftir að smáir ískristallar hafa myndast taka þeir að loða saman og mynda hin óreglulegu snjókorn, sem falla svo til jarðar. Hægt er að framleiða snjó með sérstökum vélum og er það oft gert á skíðasvæðum þegar náttúrulega fallinn snjór er af skornum skammti.