Spjall:Snjór

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

213.190.100.11 = --Moi 23:06, 13 des 2004 (UTC)

Vegna spurningar Ævars, „Granular material er hvað?“ þá upplýsist hér, að þetta fyrirbæri er efni samsett úr kornum, svo sem eins og snjór, sandur, salt, sag og fleira þess háttar. Granule þýðir korn eða smákorn. --Moi 23:14, 13 des 2004 (UTC)

Frostmark[breyta frumkóða]

Frostmark hækkar lítillega, eftir því sem þrýstingur minnkar og getur því snjóað þegar hitinn er yfir frostmarki við sjávarmál, auk þess myndast kristallar oft fyrr í ótæru vatni.

Það væri voðallega sætt að fá formúlu til að reikna þetta út, það besta sem ég fann var þetta: [1]. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:59, 14 des 2004 (UTC)

Þetta er smá einföldun hjá þér Ævar, vatn hegðar sér nefnilega alveg hrikalega einkennilega og það eru ekki bara þrýstingur og hitastig sem skipta máli heldur líka rúmmál, leitaðu á google að "phase diagrams water" (þá sérstaklega að 3 víddar gröfum) og þá sérðu hvað ég á við. En leit þín að þægilegri jöfnu til að sjá hvernig þessi gröf eru fengin held ég að muni ekki bera árangur, a.m.k. man ég ekki eftir neinum þægilegum jöfnum og miðað við hvernig þessi fasa gröf líta út þá efast ég um að það séu til neinar slíkar jöfnur, þetta séu allt saman tölulegir útreikningar frá óleysanlegum diffurjöfnum. Minnir að í þeim varmafræðikúrs sem ég tók upp í HÍ notuðum við bara töflur til að setja gildi inn í jöfnur. En líklega eru til nálganir sem virka vel í þeim aðstæðum sem við lifum við (þ.e. við hitastig og þrýsting á temmilegu bili, kannski er bara PV = nRT ágætis nálgun :-) ). En það besta sem þú gætir gert held ég er að fara á háskólabókasafnið og kíkja í einhverja varmafræðibók handa verkfræðingum (almenn bók um varmafræði myndi líklega sleppa að fjalla sérstaklega um vatn, gefa bara upp almennar diffurjöfnur sem þyrfti síðan að beyta sérstaklega á vatn og gera nálganirnar sjálfur). Have fun :-) --ojs 02:12, 17 des 2004 (UTC)

Snjór og snjókoma[breyta frumkóða]

Nauðsynlegt er að gera greinarmun á snjó sem er úrkoma sem náð hefur jörðu, en snjókoma er heiti á úrkomunni sem um ræðir. Tala má um myndun snjókorna í skýjum, sem væntnlega munu gefa snjókomu. En snjór er heiti á snjókornunum/úrkomunni sem nær að festast á jörðu :) Thvj 16. janúar 2008 kl. 04:31 (UTC)