Hiti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hitastig)
Fyrir þann hita sem maður fær þegar maður er veikur, sjá hiti (sjúkdómsástand).
Heitari hluti málmsins geislar ljósi sem hann myndi venjulega gleypa (sjá: algeislun)
Umbreytingarformúlur
Úr í Formúla
Selsíus Fahrenheit °F = °C · 1,8 + 32
Fahrenheit Selsíus °C = (°F – 32) / 1,8
Selsíus Kelvin K = °C + 273,15
Kelvin Selsíus °C = K – 273,15
1 °C = 1 K og 1 °C = 1,8 °F

Hiti er mæling á þeirri hreyfiorku sem býr í óreiðukenndri hreifingu efniseinda (frumeinda, rafeinda, og sameinda). Orkan sem býr í þessari hreyfingu kallast varmi og hún streymir frá heitum hlutum til kaldari hluta. Kuldi er skortur á hita.

Hitastig er mælt með hitamæli. Algengustu mælikvarðarnir eru selsíus og Fahrenheit, en SI-mælieiningin sem notuð er í vísindum er kelvin, táknuð með K.

Alkul er lægsti hugsanlegi hiti og jafngildir 0 K eða -273,15 °C.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]