Síðtímabilið er í sögu Egyptalands tímabil sem nær frá upphafi tuttugustu og sjöttu konungsættarinnar 672 f.Kr. til loka þrítugustu og fyrstu konungsættarinnar 323 f.Kr.. Oft er litið á þetta tímabil sem síðasta blómaskeið menningar Forn-Egypta áður en landið féll endanlega undir erlend yfirráð.
Fyrsta konungsætt þessa tímabils sleit samband sitt við Assyríu og reyndi að endurreisa stórveldisstöðu landsins við Miðjarðarhafið. Að lokum þurfti landið þó að beygja sig undir vaxandi veldi Persa. Einum konungi tuttugustu og áttundu konungsættarinnar tókst að gera uppreisn gegn Persum sem varði í sex ár, en að öðru leyti var landið hluti af veldi Akkamenída samfellt frá 525 f.Kr. þar til síðasti landstjóri Persa í Egyptalandi gafst upp fyrir Alexander mikla án orrustu árið 332 f.Kr.Ptólemajaríkið varð síðan til við skiptingu ríkis Alexanders 305 f.Kr.