Ellefta konungsættin er í sögu Egyptalands konungsættin sem kom á fót Miðríkinu með sameiningu Efra og Neðra Egyptalands í eitt ríki. Fyrstu konungar þessarar ættar tilheyra því fyrsta millitímabilinu, en þeir síðustu Miðríkinu. Allir ríktu þeir í Þebu og ættin rekur sig til fylkisstjóra Þebu, „Intefs hins mikla, sonar Iku“.
Maneþon talar um sextán konunga sem ríkt hafi í 43 ár, en samtímaáletranir og Tórínópapýrusinn benda til þess að konungarnir hafi verið sjö og hafi ríkt í 143 ár.