Fara í innihald

Tuttugasta og níunda konungsættin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tímabil og konungsættir
í Egyptalandi hinu forna
Forsaga Egyptalands
Fornkonungar Egyptalands
Elstu konungsættirnar
1. 2.
Gamla ríkið
3. 4. 5. 6.
Fyrsta millitímabilið
7. 8. 9. 10. 11. (aðeins í Þebu)
Miðríkið
11. (allt Egyptaland) 12. 13. 14.
Annað millitímabilið
15. 16. 17.
Nýja ríkið
18. 19. 20.
Þriðja millitímabilið
21. 22. 23. 24. 25.
Síðtímabilið
26. 27. 28. 29. 30. 31.
Grísk-rómverska tímabilið
Alexander mikli

Ptólemajaríkið Rómaveldi

Tuttugasta og níunda konungsættin í sögu Egyptalands er hluti af Síðtímabilinu. Hún nær frá 398 til 380 f.Kr. og telur fjóra konunga. Þessi konungsætt tók við völdum eftir að Neferítes 1. sigraði Amyrtaios í orrustu og lét síðan taka hann af lífi í Memfis. Neferítes gerði Mendes í austurhluta Nílarósa að höfuðborg sinni. Eftir lát hans tókust tvær fylkingar á um völdin, sonur hans, Hernebka, og valdaræninginn Psammútis, sem sigraði. Honum var síðan steypt af stóli sama ár af Hakor sem sagðist vera barnabarn Neferítesar. Sonur hans, Neferítes 2., tók við eftir lát hans 380 f.Kr. en ríkti aðeins í fjóra mánuði og var steypt af stóli af Nektanebosi 1., stofnanda þrítugustu konungsættarinnar.

Sfinx Hakors í Louvre.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.