Fara í innihald

Forsaga Egyptalands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tímabil og konungsættir
í Egyptalandi hinu forna
Forsaga Egyptalands
Fornkonungar Egyptalands
Elstu konungsættirnar
1. 2.
Gamla ríkið
3. 4. 5. 6.
Fyrsta millitímabilið
7. 8. 9. 10. 11. (aðeins í Þebu)
Miðríkið
11. (allt Egyptaland) 12. 13. 14.
Annað millitímabilið
15. 16. 17.
Nýja ríkið
18. 19. 20.
Þriðja millitímabilið
21. 22. 23. 24. 25.
Síðtímabilið
26. 27. 28. 29. 30. 31.
Grísk-rómverska tímabilið
Alexander mikli

Ptólemajaríkið Rómaveldi

Forsaga Egyptalands nær frá upphafi fastrar búsetu manna í Nílardal á nýsteinöld og koparöld frá um 6000 f.Kr. þar til merki fara að sjást um ritmál um 3100 f.Kr.. Stuttu síðar eru Efra Egyptaland og Neðra Egyptaland fyrst sameinuð í eitt ríki undir fyrstu konungsættinni. Föst búseta var drifin áfram af vaxandi þurrki sem skapaði hina gríðarstóru eyðimörk Sahara.

Egypsk gröf frá um 3400 f.Kr.. Leirkerin eru með svörtum toppi sem einkennir leirmuni frá þessum tíma.

Á þessum tíma hófu Egyptar landbúnað, gerð stórra bygginga úr steini og leirhleðslum og notkun málma. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós nokkur þróunarstig menningar í Nílardal.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.