Miðríkið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tímabil og konungsættir
í Egyptalandi hinu forna
King Tut Ankh Amun Golden Mask.jpg
Forsaga Egyptalands
Fornkonungar Egyptalands
Elstu konungsættirnar
1. 2.
Gamla ríkið
3. 4. 5. 6.
Fyrsta millitímabilið
7. 8. 9. 10.
11. (aðeins í Þebu)
Miðríkið
11. (allt Egyptaland)
12. 13. 14.
Annað millitímabilið
15. 16. 17.
Nýja ríkið
18. 19. 20.
Þriðja millitímabilið
21. 22. 23. 24. 25.
Síðtímabilið
26. 27. 28.
29. 30. 31.
Grísk-rómverska tímabilið
Alexander mikli
Ptólemajaríkið
Rómaveldi

Miðríkið er tímabil í sögu Egyptalands sem nær frá stofnun elleftu konungsættarinnar til loka fjórtándu konungsættarinnar eða um það bil frá 2040 f.Kr. til 1640 f.Kr. Ríkið varð til þegar Mentuhotep 2. af elleftu konungsættinni frá Þebu, tókst að sameina Efra og Neðra Egyptaland í eitt ríki með sigri á tíundu konungsættinni sem ríkti yfir Neðra Egyptalandi frá Herakleópólis. Sumir fræðimenn vilja samt meina að upphaf Miðríkisins sé fyrst þegar tólfta konungsættin tók við völdum með friðsamlegum hætti eftir lát Mentuhoteps 4.

Á tímum elleftu konungsættarinnar var höfuðborg ríkisins í Þebu, en þegar tólfta konungsættin tók við fluttist hún til El-Lisht í Neðra Egyptalandi sem að vissu leyti var afturhvarf til Memfis sem er rétt norðan við hana. Höfuðguðinn á þessum tíma var hinn herskái fálki Montjú sem var dýrkaður í Armant og Þebu, fremur en Amon.

Helstu konunganöfn á þessu tímabili voru Senusret og Amenemhat. Á þessum tíma var borgin Karnak reist af Senusret 1. af tólftu konungsættinni. Talsverð velmegun ríkti og pýramídar voru áfram notaðir sem grafhýsi konunga. Á þessum tíma sendu Egyptar marga könnunarleiðangra og sendimenn til annarra ríkja í Mið-Austurlöndum.