William Forsyth Sharpe
Wlliam Forsyth Sharpe (fæddur 16.júní 1934) er bandarískur hagfræðingur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í hagvísindum árið 1990, ásamt Harry Markowitz og Merton Miller fyrir að þróa líkön til að aðstoða við ákverðanatöku fjárfestinga. Sharpe er þekktastur fyrir að þróa verðlagnigarlíkanið (CAPM) á sjöunda áratugnum. CAPM lýsir sambandi kerfisbundinnar áhættu og væntanlegrar ávöxtunar. Líkanið segir að nauðsynlegt sé að taka meiri áhættu til að afla meiri ávöxtunar. Hann er einnig Þekktur fyrir að búa til Sharpe hlutfallið, tala sem notuð er til að mæla áhættu til ávinningshlutfalls fjárfestingar.
CAPM
[breyta | breyta frumkóða]Sharpe er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þroun Capital Asset Pricing Model sem er orðið grundvallarhugtak í fjármálahagfræði og eignastýringu. Kenningin á uppruna sinn í doktorsritgerðinni hans. Sharpe skilaði ritgerðinni til Journal of Finance árið 1962. Ritgerðin fékk neikvæð viðbrögð í fyrstu og var síðar gefið út árið 1964 eftir breytingar á ritstjórn. CAPM líkanið setur fram þá kenningu að væntanleg ávöxtun hlutabréfa ætti að vera áhættulaus ávöxtun plús beta fjárfestingarinnar margfaldað með markaðsáhættuálagi. Áhættulausa ávöxtunin bætir fjárfestum upp fyrir að binda peninga sína en beta og markaðsáhættuálagið bætir fjárfestum upp þá viðbótaráhættu sem þeir taka á sig umfram það að fjárfesta í ríkisskuldabréfi sem veitir áhættulausa vexti.
Sharpe Ratio
[breyta | breyta frumkóða]Sharpe bjó einnig til Sharpe hlutfallið. Hlutfallið er mælikvarði á ávöxtun eignasafns að teknu tilliti til áhættuleiðréttingar. Mælikvarðinn metur hlutfall ávöxtunar umfram áhættulausa ávöxtun og heildaráhættu eignasafns sem er mæld með staðalfráviki ávöxtunar en staðalfrávik endurspeglar sögulegt flökt ávöxtunar. Tvö eignasöfn geta haft svipaða ávöxtun en Sharpe hlutfallið sýnir hvor þeirra tekur meiri áhættu til að ná þeirri ávöxtun. Hærri ávöxtun með minni áhættu er betri og Sharpe hlutfallið hjálpar fjárfestum að finna þá blöndu.