Framleiðsluþáttur
Framleiðsluþættir eru allir þeir þættir sem notaðir eru við framleiðslu afurða: vara og þjónustu. Magn framleiðsluþátta skilgreinir magn afurða samkvæmt framleiðslufalli. Framleiðsluþáttum er yfirleitt skipt í fjóra flokka: vinnu, fjármagn, land (náttúruauðlindir) og framtak (stjórnun og skipulag).[1] Framleiðsluþættirnir eru stundum kallaðir „framleiðandavara og -þjónusta“ til aðgreiningar frá „neytendavöru og -þjónustu“.[2]
Framleiðsluþættirnir land, vinna og fjármagn eru stundum kallaðir „frumframleiðsluþættir“. Hráefni og orka eru álitnir afleiddir þættir í klassískri hagfræði af því þau eru fengin frá landi, vinnu og fjármagni. Frumframleiðsluþættirnir eru forsenda framleiðslunnar, en verða ekki sjálfir hluti af afurðinni eins og hráefnin, og verða ekki heldur fyrir neinni umbreytingu í framleiðsluferlinu (eins og eldsneyti á vélar gerir til dæmis). Land nær ekki aðeins yfir framleiðslustað, heldur líka allar náttúruauðlindir ofan og neðan jarðar. Nýlega hefur mannauður (þekkingin sem liggur í vinnuaflinu) verið aðgreindur frá vinnunni.[3] Framtak eða athafnamennska er stundum talið með framleiðsluþáttum[4] og stundum er staða tækniþróunar talin framleiðsluþáttur.[5] Fjöldi og skilgreining framleiðsluþátta eru þannig breytileg eftir áherslu í kenningum og hagfræðiskólum.[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Addressing Labour Market Segmentation: the Role of Labour Law“ (PDF). University of Cambridge. Sótt 4. apríl 2023.
- ↑ „Factors Of Production – Finance Reference“ (enska). 18. febrúar 2021. Sótt 1. ágúst 2021.
- ↑ Paul A. Samuelson and William D. Nordhaus (2004). Economics, 18th ed., "Factors of production", "Capital", Human capital", and "Land" under Glossary of Terms.
- ↑ O'Sullivan, Arthur; Sheffrin, Steven M. (2003). Economics: Principles in Action. Upper Saddle River, New Jersey: Pearson Prentice Hall. bls. 4. ISBN 978-0-13-063085-8.
- ↑ Michael Parkin; Gerardo Esquivel (1999). Macroeconomía (spænska) (5th. útgáfa). Mexico: Addison Wesley. bls. 160. ISBN 968-444-441-9.
- ↑ Milton Friedman (2007). Price Theory. Transaction Publishers. bls. 201. ISBN 978-0-202-30969-9.