Fuerteventura
Útlit

![]() |
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Fuerteventura er hluti af Kanaríeyjum sem eru í Atlantshafinu utan við strönd Vestur-Afríku. Eyjan er í suðausturhluta klasans og um 100 km frá Afríku og er um 1660 km² að stærð, 100 km löng og 30 breið. Fuerteventura er næststærsta eyjan í klasanum á eftir Tenerife og en með lengstu hvítu sandstrendurnar. Það eru 152 aðskildar strendur og þar af eru 50 km með hvítum sandi og 25 km með svörtum. Hæsta fjallið á Fuerteventura er Pico de la Zarza sem er rúmlega 800 m. Íbúafjöldi árið 2023 var um 124 þúsund og hefur vaxið töluvert undanfarin ár en árið 2005 voru tæplega 90 þúsund íbúar. Höfuðborgin heitir Puerto del Rosario. Árið 2009 var eyjan skráð sem náttúruverndarsvæði UNESCO.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Fuerteventura - Opinber vefsíða ferðamannaþjónustu Kanaríeyja Geymt 2 september 2010 í Wayback Machine