Pinkskip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pinkskip við Scheveningen í Hollandi.

Pinkskip (úr hollensku: pincke, lítið flutningaskip) voru lítil (50 til 200 tonna) einmastra flatbotna flutningaskip með gaffalsegl eða þversegl og grannan skut sem voru algeng í Norðursjó frá 17. öld til 19. aldar. Skipin ristu mjög grunnt og voru því einkum notuð þar sem skjól var fyrir öldugangi, eins og á skipaskurðum, ám og vötnum, og þar sem þurfti að sigla skipinu upp á sandstrendur. Pinkskip voru fremur hraðskreið og meðfærileg skip sem gerði þau að hentugum farkosti þar sem annars voru erfiðar aðstæður til siglinga vegna grynninga, skerja eða kóralrifja.

Pinkskip urðu algeng á Miðjarðarhafinu (ítalska: pinco genovese) þar sem þau gátu borið allt að þrjú möstur með bæði þverseglum og latínseglum.



Gerðir seglskipa
Rigging-catboat-berm.svg Kjölbátar: Gaflkæna · Jakt · Julla · Kæna · Kútter · Slúppa · Tvíbytna · Þríbytna
Rigging-carrack.svg Rásigld skip:  Bússa · Djúnka · Dugga · Langskip · Loggorta · Karavella · Karkari · Knörr · Kreari · Kuggur · Pinkskip
Rigging-barque.svg Hásigld skip: Barkantína · Barkskip · Briggskip · Brigantína · Galías · Góletta · Húkkorta · Korvetta · Skonnorta
Rigging-full-rigged.svg Fullreiðaskip: Flauta · Freigáta · Galíon · Klippari · Línuherskip
  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.