Djúnka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjögurra mastra djúnka

Djúnka (eða júnka) er kínversk gerð af seglskipi. Nafnið kemur úr malasísku: djong eða jong. Djúnkan kom fyrst fram á sjónarsviðiði á Han-tímabilinu (um 220 f.Kr. til 200 e.Kr.). Þær voru hápunkturinn á siglingatækni síns tíma og eru enn notaðar. Á djúnkum má haga seglum þannig að hægt er að sigla beitivind. Seglin eru skorin í sveig og eru með langböndum úr bambus sem gerir þau bæði mjög sterk og meðfærileg og auðvelt er að rifa þau eða hagræða þeim eftir vindstyrk. Skipsskrokkurinn var upphaflega smíðaður úr tekki. Djúnkur voru með skutstýri (meðan á evrópskum skipum var notast við hliðarstýri) og voru með lausan kjöl og hliðarkjöl. Lest djúnkunnar var skipt í vatnsþétt hólf svo skipið héldist á floti þótt leki kæmi að því.

Djúnkur voru notaðar til fiskveiða, flutninga og í hernaði. Kínverjar notuðu stóra flota af djúnkum (um 300 skip frá níu mastra niður í þriggja mastra) við könnun Indlandshafs á 15. öld. Þær léku lykilhlutverk í verslun á Indlandshafi og Kyrrahafi allt fram á 19. öld.


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.