Fara í innihald

Klippari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandaríski klipparinn Flying Cloud á málverki eftir James E. Buttersworth frá 1859-1860.

Klippari[1] (klipper[2] eða hraðsiglari[3]) var hraðskreitt fjölmastra seglskip sem var notað á 19. öld. Klipperar voru yfirleitt grannir, sem takmarkaði flutningsgetu þeirra, og auk þess litlir miðað við seglskip 19. aldar, en með hlutfallslega mikinn seglflöt. Klipparar voru flestir smíðaðir í skipasmíðastöðvum í Bandaríkjunum og Bretlandi og voru notaðir á siglingaleiðum frá Bretlandi til nýlendnanna í austri og yfir Atlantshafið og á leiðinni frá New York til San Francisco fyrir Hornhöfða á tímum gullæðisins.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Sjómennsku- og vélfræðiorð: Clipper“. Íðorðabankinn.
  2. Sveinbjörn Egilson (1.9.1930). „Sjómannamálfærið“. Ægir. 23 (9): 200.
  3. Grímur Þorkelsson (1942). „Fljótar sjóferðir“. Víkingur. 2 (4): 23.


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.