Fara í innihald

Húkkorta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Adolf van der Laan: "Een hoeker op de Neeringh" c. 1720

Húkkorta (úr ensku: Hooker eða hollensku: Hoeker) var lítið seglskip yfirleitt með tveimur möstrum: stórsiglu með rásegl og messansiglu með latínsegl eða gaffalsegl, en seglbúnaðurinn var mjög mismunandi eftir stöðum. Þær áttu það sameiginlegt að vera með hringað stefni og skut og stýri sem náði upp fyrir skutinn og var beitt með stýrissveif. Húkkortur voru notaðar sem lítil vöruflutningaskip við strendur Norður-Evrópu á 18. og 19. öld.

Galway-húkkorta er einmastra skipsgerð sem var vinsæl á Írlandi og í Bandaríkjunum á 18. og 19. öld.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.