Slúppa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Slúppur í siglingakeppni

Slúppa eða slúffa er seglskúta með einu mastri sem ber þríhyrnt stórsegl (bermúdasegl) og fokku eða genúasegl, auk aukahluta eins og belgsegls. Stórseglið er fest eftir endilöngu mastrinu og dregið upp í topp, og fest á bómu að neðan. Stundum er sett laust bugspjót á slúppur til að hámarka nýtingu seglbúnaðarins.

Slúppur eru til í ýmsum stærðum, allt frá smábátum upp í skip til úthafssiglinga. Þær eru mjög meðfærilegar og sérhannaðar til þess að sigla beitivind. Þessir eiginleikar gera slúppur að vinsælum byrjendaskútum. Slúppur eru einnig geysivinsælir keppnisbátar og hægt er að sjá það nýjasta og besta í hönnun slúppa í keppninni um Ameríkubikarinn.

Áður var heitið slúppa notað um skip sem voru með allt að þrjú möstur.


  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.