Nítjánda konungsættin var önnur konungsætt Nýja ríkisins. Hún var stofnuð af embættismanninum Ramses 1. sem Hóremheb kaus sér að eftirmanni. Þessi konungsætt er þekktust fyrir landvinninga í Ísrael, Líbanon og Sýrlandi. Egypska ríkið náði sinni mestu útbreiðslu í valdatíð Setis 1. og Ramsesar 2. sem áttu í langvinnum átökum við Líbýumenn og Hittíta.